Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Blaðsíða 8

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Blaðsíða 8
4 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR sögumenn, verkstjóri í járnsmiðju Hafn- ar. VI. flokkur: Umsjónarmaður við innheimtu á bæj- arskrifstofunni, mælingarmaður hjá bæjarverkfræðingi, húsasmíðameistari, verkstjórar, vaktstjórar lögreglu, sund- kennarar, yfirkyndari, ritari verkfræði- deildar hjá Rafveitu, teiknari verkfræði- deildar hjá Rafveitu, vélstjórar, verk- stjóri við trésmíði Hafnar. VII. flokkur: Bókarar, járnsmiðir, eftirlitsmaður við vatnsveitu, vélaviðgerðarmenn, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar, hús- verðir við Sundhöll og barnaskóla, bað- húsvörður, mælaviðgerðarmaður. VIII. flokkur: Skrifarar I. fl., innheimtumenn I. fl., umsjónarmaður með salernahreinsun, sótarar, eldfæraeftirlitsmaður, kyndar- ar, umsjónar- og afgreiðslumenn koks, innlagningarmenn, mælaálesarar, út- varpstruflunarmaður, rafvirkjar I. fl., viðgerðarmaður Spennistöðvar, línu- menn, birgðaverðir, umsjónarmenn við Sundhöll og hafnarhús, vatnssölumenn við Höfn, kafari hjá Höfn. IX. flokkur: Sendimenn á bæjarskrifstofu og hjá framfærslufulltr., innheimtumenn II. fl., skrifarar II. fl., bifreiðastjórar, umsjón- armaður við Sundlaugar, þvottalauga- vörður, aðstoðarafgreiðslumaður hjá Gasstöð, aðstoðarinnlagningamaður hjá Gasstöð, aðstoðarrafvirkjar. X. flokkur: Fastir verkamenn, laugarverðir við Sundhöll og Sundlaugar. XI. flokkur: Kvenskrifarar I. fl., skrásetjari við Bæjarbókasafn, baðverðir við Sundhöll, klefaverðir við Sundhöll og Sundlaugar. XII. flokkur: Kvenskrifarar II. fl. XIII. floltkur: Símavarzla, þvottastúlka við Sund- höll. XIV. flokkur: Ljósmæður. Byrjendur á skrifstofu. XV. flokkur: Starfsstúlkur við Sundhöll. II. kafli. Uppbætur á launum og ívilnanir. 6. gr. Launin miðast allsstaðar við full laun. Engar ívilnanir eða launauppbætur framyfir launagreiðslurnar samkvæmt launakerfinu skulu eiga sér stað, aðrar en þær, sem getur um í næstu gr., nema með sérstöku samþykki bæjarráðs eða eftir atvikum hafnarstjórnar. Húsnæði þeirra starfsmanna, sem hafa húsnæði hjá bænum í sambandi við störf sín, skal dregið frá eftir mati til skatts. Ljós og hita skulu þessir starfsmenn greiða sjálfir, þar sem hægt er að halda þeim útgjaldaliðum út af fyrir sig. Sé það ekki hægt, dragast þeir frá laun- unum á sama hátt og húsnæðið, þ. e. eftir mati til skatts. 7. gr. Þeir menn, sem bærinn leggur til fatn- að (einkennisbúning o. þ. h.), í sam- bandi við störf þeirra, skulu fá hann frían, eftir nánar settum reglum, enda er yfirmönnum þeim, er í hlut eiga, skylt að gæta þess, að þær reglur séu ekki brotnar né þeim misbeitt. Fullan og jafnan rétt til einkennisbúnings hafa:

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.