Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Blaðsíða 11
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR
7
gjörð fyrir starfsmenn Reykjavíkur-
bæjar.
Virðingarfyllst
1 launanefnd Starfsmannafélags
Reykjavíkurbæjar
Jóh. G. Möller.
Nikulás Friðriksson, með fyrirvara.
Lárus Sigurbjörnsson.
Framanritað bréf var lagt fram á
sameiginlegum fundi launanefndar
Starfsmannafélags Reykjavíkurbæjar
og stjórnar félagsins, og er stjórnin
fyrir sitt leyti samþykk framangreindri
aðstöðu launanefndar.
1 stjórn félagsins, auk formanns.
Magnús Þorsteinsson. Bergsveinn Jóns-
son. Jón Jónsson. Pétur Ingimundarson.
Bjarni Eggertsson. Sig. Þorsteinsson,
með fyrirvara að því er snertir vélstjóra.
Breytingatillögur launanefndar St. R.
6. gr. launasamþykktarinnar er að
mestu samhljóða 19. gr. í frumvarpi
launanefndar bæjarstjórnar að launa-
reglugjörð fyrir starfsmenn Reykjavík-
urbæjar. Við þessa gr. gerði launanefnd
St. R. svofelldar breytingartillögur:
a) Önnur málsgreinin „engar ívilnan-
ir o. s. frv.“ falli niður.
b) Á eftir „mati til skatts“ komi:
>>Þannig að frádráttur nemi % af mat-
inu fyrir 5 lægstu launaflokkana, en */5
fyrir þá hærri, enda sé húsnæðið miðað
við þarfir starfsmanns".
Greinargerð fyrir breytingartillögum:
a) Með því að fella niður orðin „engar
ívilnanir o. s. frv.“, er sérstaklega átt
við, að starfsmenn vilji ekki afsala sér
rétti til hinnar svokölluðu auka-dýrtíð-
aruppbótar, sem árlega hefir verið
greidd og miðuð við ómagaf jölda. Þó að
þessi auka-dýrtíðaruppbót sé einkar
lítil, undanfarin ár aðeins 20 kr. pr.
ómaga, þá er hún spor í rétta átt og
viðurkenning á því, að taka beri tillit
til ómagaframfærslu starfsmanna í
launum þeirra.
b) Það þykir fullmikið að meta þjón-
ustubústaðarleigu og önnur fríðindi
fullu mati til skatts til launafrádrátt-
ar, þar sem slík fríðindi eru sjaldnast
fyrirfram sniðin eftir persónulegum
þörfum. Kemur þetta eðlilega þyngra
niður á lægri launaflokka og gerir breyt-
ingartillagan því ráð fyrir mismunandi
háum frádrætti.
7. gr. er samhljóða 20. gr. launareglu-
gjörðar, nema hvað samþykktin hefir
upptalningu þeirra starfsmanna, sem
hafa rétt til einkennisbúninga. Þá til-
tekur 7. gr. að gjaldkerar skuli alhr
hafa mistalningsfé, 1000 kr. hver, en
um það hafði launanefnd St. R. gert
breytingartillögu, því að í 20. gr. reglu-
gjörðarinnar var aðeins tiltekið mistaln-
ingsfé bæjargjaldkera.
8. gr. er að mestu samhljóða 21. gr.
launareglugjörðar með viðbót um sum-
arleyfi frá 12. gr. reglugjörðarinnar. Til
skýringarauka á innihaldi 8. greinar eru
hér teknar upp 21. gr., 12. gr. og 13. gr.
reglugjörðarinnar, hin síðasta vegna
þess, að vísað er í reglur um sumarleyfi,
„sem gilda um þau á hverjum tíma“ í
8. gr. samþykktarinnar. Greinunum
fylgja breytingartillögur launanefndar
St. R. ásamt greinargjörð fyrir þeim:
21. gr.
Bæjarráð setur reglur um starfstíma
í hverri starfsgrein.