Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Blaðsíða 6
2 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR nefnd St. R. því að vísa til fyrri afstöðu sinnar í verulegum reglugjörðaratrið- um, er samþykktin hefir, og til athuga- semda sinna bréflega og á sameiginleg- um fundum um sjálft launakerfið og flokkun launa. Afstaða launanefndar St. R. til reglugjörðaratriða samþykkt- arinnar kemur fram í breytingartillög- um, sem nefndin gerði við frumvarp launanefndar bæjarstjórnar að ,,Sam- þykkt um laun og starfskjör fastra starfsmanna Rvíkurbæjar“ (Launa- reglugjörð), og eru þær ásamt greinar- gerð fyrir þeim birtar í áframhaldi af áliti nefndarinnar, en vitanlega ein- göngu þær breytingartillögur, sem snerta atriði í fyrirliggjandi samþykkt. Þegar nú bæjarstjórn tekur frum- varp launanefndar sinnar til meðferðar, er þess að vænta, að hún líti einnig til vilja Starfsmannafélags bæjarins, eins og hann birtist í áliti launanefndar St. R. og breytingartillögum, en feli síðan launanefnd sinni að finna nýjan og hag- kvæman grundvöll til samvinnu við launanefnd St. R. við samning að end- anlegri launareglugjörð fyrir starfs- menn bæjarins. Eins og bæjarrekstrin- um er nú komið, getur það ekki verið vilji bæjarstjórnar, að skipa þessum málum með einhliða aðgjörðum eða valdboði einu saman. Hafi nokkuð skort á heppilega samvinnu milli launanefnd- anna fram til þessa, þar sem fyrirliggj- andi frumvarp að launasamþykkt er al- gjörlega á ábyrgð launanefndar bæjar- stjórnar, og þar er ekki fylgt breyt- ingartillögum launanefndar St. R. í verulegum atriðum, þá má enn bæta úr þessu með samstarfi beggja launa- nefnda að samningi launareglugjörðar- innar. Á þetta samstarf verður að leggja alla áherzlu, svo að launamálið leysist endanlega og viðunanlega fyrir báða aðila. Frumvarp að samþykkt um laun starfsmanna Reykjavíkur- kaupstaðar. I. kafh. Launakerfið. 1. gr. Allir fastir starfsmenn bæjarins, hvort sem þeir eru skipaðir af bæjar- stjórn eða á annan hátt, skulu fá skip- unarbréf hjá borgarstjóra. Fastir starfsmenn teljast þeir starfsmenn, sem gegna störfum tilgreindum í 5. gr., eða störfum, er síðar kunna að verða felld þar undir, og skipaðir eru í stöðurnar. 2. gr. Föstum starfsmönnum er skipað í 15 launaflokka á þann hátt, sem 5. gr. ákveður. Borgarstjóri skal vera utan launaflokka, og ákveðast laun hans af bæjarstjórn. Starfsmenn í 1. launaflokki skulu fyrst um sinn ráðnir með sér- samningi. 3. gr. Laun fastra starfsmanna miðast við útborgunareiningu þeirra (mánaðar- laun). Launin greiðast fyrirfram mán- aðarlega með V12 árslaunanna. Á með- an starfsmenn eru settir í stöðu fá þeir greidda % af byrjunarlaunum í þeim launaflokki, er þeir heyra undir. Nú flyzt starfsmaður úr stöðu í lægra launaflokki í stöðu í hærra launaflokki og skal hann þá taka laun á því launa- stigi í hinum nýja launaflokki, sem jafn- hátt er eða næst fyrir ofan þá launa- upphæð, er hann hafði náð í hinum lægra launaflokki.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.