Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Blaðsíða 12

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Blaðsíða 12
8 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Enginn fastur starfsmaður bæjarins hefir rétt til aukagreiðslu fyrir eftir- vinnu, helgidagavinnu eða næturvinnu; í þeim starfsgreinum, þar sem hún er óhjákvæmileg, greiðist ekki aukalega né neinar uppbætur fyrir hana, enda fái þeir starfsmenn frí á öðrum tímum, sem því svarar og eftir þeim reglum, er um það gilda eða settar kunna að verða. Breytingartillaga við 21. gr.: a) Við fyrri málsgrein bætist: ,,í samráði við Starfsmannafélag Reykja- víkurbæjar eða fulltrúa þess og for- stjóra bæjarstofnana. Skulu reglurnar prentaðar með samþykkt þessari og af- hentar öllum föstum starfsmönnum. Síðari málsgrein orðist svo: b) Fastir starfsmenn í 3. launaflokki og með hærri launum eiga ekki rétt á yfirvinnulaunum fyrir yfirvinnu, sem nauðsynleg er til að lúka við þau störf, sem leiða af stöðu þeirra. Ef þessum starfsmönnum eru falin aukaleg störf, sem leiða af sér yfirvinnu, skal bæjar- ráð ákveða, hvort vinnan er þess eðlis, að hana beri að launa aukalega. Aðrir fastir starfsmenn eiga rétt á yfirvinnu- launum fyrir störf, sem þeim eru falin af yfirmönnum utan venjulegs vinnu- tíma. Yfirvinnulaun miðist við tímakaup Viso af mánaðarlaunum hlutaðeigandi með 25% viðauka fyrir fyrstu 3 stund- irnar; en með 50% viðauka fyrir það, sem fram yfir er 3 stundir. Fyrir yfir- vinnu um nætur frá kl. 21 til kl. 8 og fyrir vinnu á dögum næst á undan stór- hátíðum, svo og fyrir vinnu á sunnu- dögum og helgidögum greiðast yfir- vinnulaun með 75% viðauka. Fyrir að mæta til þjónustu samkv. skipun greið- ist yfirvinnuþóknun samsvarandi 1 vinnustund. Ef bæjarráð telur hentugt, getur það ákveðið taxta, er gildi í ákvæðisvinnu fyrir ákveðna tegund vinnu. Sérhver starfsmaður er skyldur að vinna yfirvinnu í sinni starfsgrein eftir fyrirmælum yfirmanns, ef vinnan fer eigi fram úr 25 stundum á mánuði. Engum má fela meiri yfirvinnu en 30 stundir á einum mánuði, nema með leyfi borgarstjóra eða hlutaðeigandi for- stjóra. Yfirvinnutími reiknast í heilum stundum, hálf stund eða meira reiknist sem ein yfirvinnustund, minna en hálf stund reiknist ekki. Einn hálftími í beinu samhengi við venjulegan vinnu- tíma reiknast ekki sem yfirvinna. Reikninga fyrir yfirvinnu skal sund- urliða, þannig að séð verði á hvaða dög- um yfirvinnan er framkvæmd, hve margar stundir koma á hvern dag og á hvaða tíma dags unnið er. Eigi má án leyfis borgarstjóra eða hlutaðeigandi forstjóra, í umboði þeirra borgarritara eða deildarstjóra, setja starfsmann til yfirvinnu á þeim tíma dags eða á þeim dögum, sem 75% viðaukinn gildir. Sam- þykki til slíks ber því aðeins að veita að sannanlegt sé, að hjá því verði eigi komist. Meiri háttar aukalega vinnu ber eigi að fela starfsfólki í yfirvinnu, held- ur að ráða til þess sérstaka aðstoðar- menn. Sama gildir um föst störf, sem starfsfólk eigi fær komist yfir á venju- legum vinnutíma. Um 21. gr.: a) Sem hagsmunafélag starfsmanna bæjarins getur Starfsmannafél. Reykja- víkurbæjar ekki látið afskiftalaust hverjar reglur verði settar um starfs- tíma í hverri starfsgrein, en vill gæta þess, að þar verði fullur jöfnuður með tilliti til launa. Eins er eðlilegt að for-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.