Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Blaðsíða 17

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Blaðsíða 17
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR 13 Jónsdóttur frá Akranesi. Börn þeirra hjóna eru: Jón, Dóra, Ólafur, Jóhanna og Benedikt. * Brynjólfur Sigurðsson, gasstöðvarstjóri varð fimmtugur 31. jan. s. 1. Hann er sonur séra Sigurðar Jenssonar, er var prófastur í Flatey og konu hans, frú Guðrúnar Sigurðardótt- ur. — Brynjólfur fór ungur til Noregs og lærði þar allt sem að gasgerð lýtur, en fyrir um 20 árum kom hann heim aftur og gjörðist forstjóri Gasstöðvar Reykjavíkur, og hefir verið það síðan. Þetta tímabil hefir gasnotkun margfold- ast og f járhagur fyrirtækisins orðið svo glæsilegur, að fá dæmi munu vera til hér í bæ, og er óskandi að bæjarfélagið eigi eftir að njóta starfs Brynjólfs Sigurðs- sonar enn um langan aldur. Brynjólfur er kvæntur Helgu Hólmfríði Jónasdótt- ur frá Akureyri. Synir þeirra hjóna eru: Brynjólfur og Sigurður. Kunnugur. Úr félagslífinu. Fundir og skemmtanir. Á hinu nýbyrjaða ári hefir Starfs- mannafélagið haldið jólatrésskemmtun með dansleik og árshátíð sína, auk aðal- fundar. Fóru skemmtanirnar hið bezta fram og var jólatrésskemmtunin mjög vel sótt af börnum og unglingum félags- manna, en mun lakar af félagsmönnum en í fyrra. Árshátíðin var heldur ekki eins vel sótt af félagsmönnum og í fyrra, og er það skaði, ef félagsmenn afrækja þessar tvær gleðisamkomur, sem félagið beitir sér fyrir á hverju ári. + Sigurður Þorkelsson, sorphreinsunarmaður, lézt í Lands- spítalanum 21. nóv. s.l. Hann var fædd- ur 10. júlí 1873. Sigurður réðist í þjónustu bæjarins árið 1918, en vegna heilsubrests lét hann af störfum í árslok 1937. Hann hafði áður stundað sjómennsku á tog- urum, og var um mörg ár gjaldkeri Sjó- mannafélagsins, og í miklu áliti hjá stéttarbræðrum sínum vegna lipurðar og trúmennsku við það starf. Þegar Starfmannafélagið var stofnað gerðist hann einn af stofnendum þess, og var mjög áhugasamur um málefni félagsins. Hann var um mörg ár end- urskoðandi félagsreikninganna. Skemmtiatriðin á árshátíðinni voru að þessu sinni sérlega vel til fundin, og snjallar ræður fluttar, en hvernig væri það, að breyta einu sinni til og láta leika ,,revyu“ úr félagslífinu á næstu árs- hátíð? Revyuna mætti hæglega semja

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.