Bankablaðið - 01.12.1940, Síða 22

Bankablaðið - 01.12.1940, Síða 22
24 BANKABLAÐIÐ Einn dagur í afgreiðslunni Klukkan í dómkirkjuturninum er að verða 10 að morgni. Þegar að fyrstu slög hennar óma yfir miðbæinn, opna dyraverðir bankanna þessi musteri Mammons og viðskiptamennirnir fara að streyma inn. Innan við afgreiðsluborðið sitja eða standa bankaþjónarnir reiðubúnir til að leggja út í „orrahríð“ dagsins. — Sjálfsagt munu margir ætla, að tölvísi, tungumálaþekking ásamt kunnáttu í bókfærslu sé það þrennt, sem nauðsyn- legt er fyrir hvern bankastarfsmann að bera skyn á. En einn dagur í banka- afgreiðslunni nægir til þess að færa hverjum einum heim sanninn um, að það sé ýmislegt annað, sem góður bankastarfsmaður þarf einnig að hafa til brunns að bera, auk bóklegu þekk- ingarinnar. Lipurð og vingjarnlegt við- mót eru auðvitað dýrmætir kostir í fari bankaþjónsins í afgreiðslunni. Hitt kann að hafa skotizt fram hjá ein- hverjum, að bankaþjóninum er líka bráðnauðsynlegt að vera að minnsta kosti brot úr sálkönnuði. í afgreiðsluna kemur fólk af öllum stéttum og aldri. Ef bankastarfsmað- ur á að geta rækt starf sitt svo sem ákjósanlegt er, þarf hann að geta „séð viðskiptamanninn út“ strax við fyrstu sýn. Á hann að bjóða þessum þarna aðstoð við að útfylla innborgun- armiðann eða víxilsvuntuna? Stundum er svona hjálpsemi vel þegin, stundum ekki, Aftur eru aðrir, sem fara fram á meiri hjálp hjá bankaþjóninum, en hann getur í té látið, þótt í smáu sé. Það mun t. d. ekki óalgengt, að fólk biðji bankastarfsmann að útfylla út- tektarmiða fyrir sig og því þyki það þá kannske óþarfa stirfni, að hann vill ekki líka skrifa nafn þess, sem tekur út. Það er víðast hvar vandi að lifa og bankaafgreiðslan er engin undantekn- ing í þessu efni. Komið getur fyrir að menn firtist þar af öðru eins lítilræði og því, að þeim er rétt pennaskaft — Svipur hlutaðeigandi segir þá skýrar en nokkur orð: Ég er því vanastur að skrifa með gull-lindarpenna, góðurinn minn, en ekki stálpenna í skáldaðri pennastöng. Það lærist auðvitað smám saman að sneiða hjá svona smá árekstrum, en það er blátt áfram ótrúlegt hvað þeir eru margvíslegir. Bankaþjóninum við afgreiðsluborðið er að sumu leyti svip- að farið og skákmanni, er iðkar hrað- skákir og fjöltefli. Sífellt koma nýir og nýir mótleikendur, sem hann verð- ur að spreyta sig við. En svo prúð- mannlega verður hann að leika, að all- ir fari ánægðir út að leikslokum og semi flesta langi til þess að koma aftur og reyna við hann á ný. Ella hefir hann trauðla rækt starf sitt sem skyldi. Áður en varir er kominn lokunar- tími. Dyraverðirnir standa í anddyrum bankanna og hleypa síðustu viðskipta- vinunum út. Þarna fer þriflegur kaup-

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.