Bankablaðið - 01.12.1940, Side 23

Bankablaðið - 01.12.1940, Side 23
BANKABLAÐIÐ 25 sýslumaður, sem ef til vill hefir setið á tali við bankastjórnina og rætt um horfur fyrir rekstrarláni á næsta ári, og fátækur skólapiltur, glaður yfir því að hafa getað selt smávíxil. Þarna bregður fyrir bónda og á hæla hans fer einn af hermönnum hans hátign- ar Bretakonungs. Svo ærið er hjörðin mislit. Nú breytir afgreiðslan um svip á fá- um mínútum. Féhirðarnir hamast við að telja sjóði sína, en aðrir banka- þjónar telja saman í bókum sínum. Sjálfsagt flýgur þá hugur sumra jafn- framt til ýmissa atburða dagsins, smá- skrítinna og alvarlegra. — Lífið í af- greiðslunni er síbreytilegt. Það er speg- ilmynd aldarandans og atvinnuveg- anna á hverjum tíma. J. Þ. Yfirmerm og und irgefnir.... i Ef ég væri vinnuveitandi og hefði í þjónustu minni ungan, duglegan mann, sem hefði lítið kaup, mundi mér finnast það Ijóður á ráði hans, ef hann væri alltaf jafnánægður með sitt litla kaup. — Ég geri ráð fyrir, að svo væri ástatt, að verzlun mín, eða fyrir- tæki það, er ég veitti forstöðu, gengi vel og gæti greitt laun eftir verðleik- um. Mér mundi finnast hinn unga mann skorta hina sjálfsögðu dyggð hvers dugandi manns, sem vinnur mikið starf trúlega og vel, að vilja bera úr býtum réttlát laun verka sinna. Því verður ekki neitað, að of lítið tillit virðist oft tekið til þess í sumum bönkunum a. m. k. að fólk verður að fá þau laun fyrir starf sitt, að það sé sæmilega ánægt með kjör sín. Það er eðlilegt að laun séu lítil fyrst í stað, en ef bankarnir taka fólk, á annað borð, sem fasta starfsmenn, þá verður að greiða því viðunanleg laun. Dæmi eru til þess, nú á tímum, að dugandi bankamenn hafa ekki eins mikil laun á mánuði og verkamenn hafa á viku, við létta vinnu. Þótt hér sé, sennilega, aðeins um bráðabirgðaástand að ræða, þá er vitanlegt, að 200—250 kr. laun á mánuði er gersamlega óþolandi fyr- ir menn, sem hafa unnið 3—7 ár í stofnunum er stórgræða og geta mæta- vel borgað lífvænlegt kaup. — Slík laun ala upp í mönnum ólund og kergju og eru vís til þess að drepa í þeim starfsánægju og lífsgleði. Þau eru jafn hættuleg fyrir yfirmenn og undirgefna. FRÉTTIR... Utanfararstyrk úr Námssjóði starfs- manna Landsbankans hafa fengið: Ungfrú Sigrún Hansen, til náms í U. S. A. — Hjálmar Jónsson, til náms í Englandi.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.