Bankablaðið - 01.12.1940, Side 24
26
BANKABLAÐIÐ
Nýr afgreiðslusalur
Nýr afgreiðslusalur í Landsbankan-
um var opnaður 16. ágúst í sumar. Við
það tækifæri hélt Georg Ólafsson
bankastjóri eftirfarandi ræðu:
Þann 1. júlí 1886 tók Landsbank-
inn til starfa í húsinu nr. 3 við Banka-
stræti, og var hann þar í 12 ár eða til
ársins 1898 er bankinn flutti í hús það,
sem hann hafði sjálfur látið reisa við
Austurstræti. — í aprílmánuði 1915
eyddist húsið af eldi í brunanum
mikla, er lagði mörg hús við Austur-
stræti og Hafnarstræti í rústir. Eftir
brunann fékk bankinn húsnæði í nú-
verandi pósthúsi, og 1917 flutti hann
í nýbyggt hús við Austurstrtræti, er
Nathan & Olsen höfðu látið reisa, og
er þar nú Reykjavíkur Apótek. — Á
árunum 1922 og 1923 lét bankinn
endurbyggja bankahúsið við Austur-
stræti, allmjög stærra en það var í
upphafi, og flutti bankinn í hið nýja
húsnæði 1. marz 1924. Var þá gert ráð
fyrir, að bankinn hefði fengið hús-
næði, sem myndi verða honum nægi-
legt um langan aldur. En það voru
ekki mörg ár liðin, þegar sýnt var, að
bankanum yrði brátt þörf á enn rýmra
húsnæði, og með hliðsjón af framtíð-
arþörfum bankans voru hinn 13. sept,
1928 fest kaup á nágrannaeign bank-
ans, Ingólfshvoli.
Nú hafa viðskipti bankans á und-
anförnum árum aukizt svo mjög, að
um all-langt skeið hefir verið þröngt
við afgreiðslu, og hefir það verið til
mikils baga. Og síðustu árin var af-
greiðslusalurinn á neðstu hæð húss-
ins orðinn með öllu ófullnægjandi
sökum þrengsla. Var því sú ákvörð-
un tekin að stækka húsið og byggja
við það, og skyldi einkum afgreiðslu-
salurinn stækkaður.
Byggingarframkvæmdir hófust í
ágúst 1938, og var steypuvinnu lokið
í febrúar 1939.
Stærð neðri hæðar og kjallara hvors
um sig er 234 fermetrar, efri hæðar
82 fermetrar, en byggingin er tvær
hæðir og kjallari. Uppbygging hússins
var að ýmsu leyti hin vandasamasta,
og má t. d. geta þess, að sjávar gætir
2 metra ofar neðsta gólfi, þegar stór-
streymt er, og meðan steyptar voru
súlur, hvíldi norðurhlið bankahússins,
og suðurhlið Ingólfshvols á bráða-
birgðatrésúlum. Styrkleiki súlna og
veggja er miðaður við það, að hægt
verði að hækka bygginguna um tvær
hæðir, og er þá ætlunin, að Ingólfs-
hvoll verði rifinn, en byggingin nái þá
yfir um horn Pósthússtrætis og Hafn-
arstrætis.
Mestan hluta kjallarans taka aðal-
féhirzla og verðbréfageymsla bank-
ans og nauðsynleg herbergi í sam-
bandi við þær. Þar er og herbergi fyrir
seðlagreiningu og eyðingu seðla, sem
teknir hafa verið úr umferð.