Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 26
28 BANEABLAÐIÐ Vilhjálmur Þór tekur við embætti sínu Hinn 1. október síðastliðinn tók hr. Vilhjálmur Þór við bankastjóra em- bætti sínu í Landsbanka íslands. Hafði hann áður verið aðalræðismaður Is- lands í Bandaríkjunum í Norður-Ame- ríku. Vilhjálmur Þór er fæddur 1. sept. 1899 og er því maður á besta aldri. — Hann er þjóðkunnur atorkumaður. Bankablaðið býður hann velkominn í hina virðulegu og vandasömu stöðu. Maðurinn Árni Thorsteinsson er al- þekkt ljúfmenni, glæsimenn í fram- komu og hinn besti drengur hví- vetna. Árni Thorsteinsson 70 ára 15, nóv. síðastliðin Tónskáidið Árni Thorsteinsson hefir getið sér ódauðlegan orðstýr með hin- um fögru tónsmíðum sínum, sem lifa munu um ókomnar aldir, ef smekkur og menning nútímans fer ekki í kalda- kol. Blaðið óskar honum allra heilla.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.