Bankablaðið - 01.12.1940, Side 27
BANKABLAÐIÐ
29
Ljósmóðirin
Eftir Kristján Sig. Kristjánsson
Þau eru mér enn í fersku minni síð-
ustu jólin mín heima í föðurgarði.
Minningin um þau hefir jafnan verið
einn þátturinn í jólahugsunum mín-
um síðan. Og nú gægist minningin
fram í huga minn, þegar ég hugsa um
jólin, sem bráðum ganga í garð.
Það var ‘aðfangadagskvöld. Karl-
mennirnir voru komnir inn frá útiverk-
unum, mamma var að baka pönnu-
kökur í eldhúsinu, en Sigga systir mín
hafði ýmsum öðrum störfum að sinna.
Hátíðablærinn var að færast yfir, og
það var kyrrð og friður á heimilinu.
Mér varð reikað hingað og þangað um
bæinn, og naut ég ánægjunnar af því
að vera heima. Ég var þá í skóla, og
var einungis heima í jólaleyfinu. En
þegar ég hafði reikað um bæinn
nokkura stund, datt mér í hug að
bregða mér snöggvast út í hressandi
næturloftið. Veðrið var yndislega fag-
urt, og vetrarnóttin skartaði í öllum
þeim skrúða, sem hún átti til. Himin-
inn var heiður og dimmblár, þéttstirnd-
ur og dásamlegur, norðurljósin leiftr-
uðu um hvelfinguna í yndislegu lit-
skrúði, og máninn 1 fyllingu varpaði
bjarma sínum yfir fannþaktar fjalla-
hlíðar og grundir. — Allt var kyrt og
hljótt. —
Ég leit yfir grundirnar, neðan við
bæinn, án þe$s að búast við að sjá
nokkura hryefingu, því venjulega var
lítið um ferðalög á aðfangadagskvöld-
ið. En nú sá ég að einhver var að koma
heim túnið, og stefndi til bæjar.
Mér var forvitni á að vita hver
komumaður væri, og beið því komu
hans, — bjóst við að það væri einhver
kunnugur af næstu bæjum. En gestur-
inn var ókunnugur öldungur, hvítur
fyrir hærum með mikið skegg og ull-
hvítrt. Hann var í svartri úlpu yzt fata,
með loðhúfu á höfði og langan göngu-
staf í hendi. Andlitið var gáfulegt og
frítt, og yfir augunum hvíldi einhver
heillandi draumblær.
Komumaður baðst gistingar, og
bauð ég honum þegar til baðstofu.
Vissi ég að allir gestir, sem að garði
komu — voru velkomnir á heimili for-
eldra minna, hvernig sem högum
þeirra var háttað. Og gesturinn naut
með okkur jólagleðinnar, með mikilli
ánægju. Um kvöidið var hann glaður
og reifur, og ræddi við okkur um ýms
mál, mest þó um andleg efni. Þar á
meðal sagði hann okkur helgisagnir
og æfintýri, og höfðum við mikla á-
nægju af. Og ekki minnist ég þess, að
hafa orðið fyrir jafnheillandi áhrifum
í návist nokkurs annars manns. í
vökulokin var honum vísað til sængur
í herbergi með mér, í öðrum enda bað-
stofunnar. f herberginu voru tvö rúm,