Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 29
BANKABLAÐIÐ 31 sjá. — Ég sá hina dularfullu jólanótt — í konulíki, — eins og hún hafði birtst mér. — Og ég sá hana fara um byggðir mannanna. Ég vissi að dular- mögn í helgihaldi kynslóðanna, — öld fram af öld, — höfðu gefið henni undraverðan mátt. Fyrir því var hún öllum öðrum nóttum meiri og magn- þrungnari. Þannig skildi ég vald henn- ar í mannheimum. Og nú horfði ég í skuggsjána. En fyrstu myndirnar, sem ég sá, voru úr heimi barnanna. Þegar hina heilögu jólanótt bar að garði í skrúði íslenzkr- ar vetrarnætur, komu börnin til móts við hana með tilhlökkun og fögnuði. Þau sýndu henni fallegu fötin sín, leikföngin og aðrar jólagjafir. Þau bentu henni á jólatrén og kertaljósin og allt góðgætið, sem þeim hafði ver- ið gefið. Og jólanóttin lagði blessun sína yfir börnin og óskaði þeim gleði- legrar hátíðar. Og nú rak hver sýnin aðra. Ég sá hina heilögu nótt koma að dyrum þar, sem gleðin hafði húsum að ráða, og gestir gleðinnar fögnuðu komu jóla- næturinnar. Margir fögnuðu henni ein- ungis til þess, að geta lifað í glaumi og glaðværð. — — Og ég sá hana koma að dyrum þar, sem hinar lægri kenndir manneðlisins höfðu yfirráðin, og var henni þar vísað á bug. — Er. þar, sem mannlífið stefndi að æðri markmiðum, v(ar henni fagnað með innileik og alúð. Og víðast hvar var hinni helgu nótt veitt viðtaka með miklum viðbúnaði. Vinagjafir, góðhug- ur og heillaóskir bárust mann frá manni. En dægurmál og deilur fjar- lægðust, og hurfu undir sjóndeildar- hringinn. En víða voru hátíðahöldin fólgin í ytri viðhöfn. Og það var dauft yfir há- tíð sálarinnar. Og hin heilaga jóla- nótt brosti — góðlát og umburðarlynd — að börnum jarðar. En svo varð nokkur breyting á myndum skugg- sjárinnar. — Heimar hinna sjúku og sorgmæddu komu í ljós. Og þjáninga- stunur hinna þjáðu og grátstunur grátendanna ómuðu eins og dapurt soi'garlag. Og yfir andlit hinnar heil- ögu nætur færðist dapur skuggi. Og hún lagði hönd sína á höfuð hinna þjáðu og sorgmæddu, og þeim opnuð- ust lönd draumanna, og þar fengu þeir hvíld og frið. Og nýjar myndir komu fram: Ég sá þá, er biðu við landamæri lífs og dauða, — sá þá standa frammi fyrir hinum mikla sendiboða------og hann ávarpaði þá þöglum rómi á ýmsan hátt. — Og margir þeirra óttuðust hann og völd hans; þeir töldu hann vera óvin sinn og óvin alls lífs. — Eink- um voru það þeir, er einungis höfðu lifað fyrir efnislega tilveru, og ekki höfðu gert ráð fyrir því, að frá and- legu lífi væri mikils að vænta. — Og — nóttin helga lét skugga sína um- lykja sálir þeirra, meðan sendiboðinn fylgdi þeim yfir landamærin. — Sá ég og ungmenni, sem kölluð voru frá æskudraumum sínum og björtum vonum. Ég sá þau missa sjónar á öllum vonum og öllum draumum, sá þá líta bænaraugum til hinnar helgu nætur. Og hún mildaði söknuð þeirra og veitti þeim frið. Ég sá elskendur aðskilda, og horfði á söknuð ekkna, ekkjumanna og mun- aðarleysingja. Ég sá skugga sorgar- innar leggjast yfir líf syrgjendanna, eins og niðdimma nótt. Og nóttin helga brá upp björtum myndum vonanna,

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.