Bankablaðið - 01.12.1952, Page 18
FRÁ GMÆNLANDI
Guðjón E. Jónsson, í'yrrv. útibússtjóri á
ísafirði, var í sumar í nokkrar vikur í Græn-
landi á vegum útgerðardeildar Lands-
bankans.
Þar sem það er fremur sjaldgæft að ís-
lendingar eigi þess kost af eiginn raun að
sjá og kynnast Grænlandi, þá fór ritstjóri
Bankablaðsins þess á leit við Guðjón, að
liann segði lesendum blaðsins frá veru sinni
í Grænlandi. Varð hann góðfúslega við
beiðni blaðsins og fer frásögn hans hér á
eftir:
Ég dvaldi á Grænlandi síðastliðið sumar
um nokkurra vikna skeið í firði þeim á
vesturströndinni, sem nefnist á máli inn-
fæddra: Kangerdluarssoruseq þ. e. fjörður
sem ekki er neinn fjörður. Ekki fór ég víð-
ar og verða því þessar fáu línur bundnar
við þennan stað. En til gamans má þó geta
nokkurra upplýsinga um landið almenns
eðlis í örstuttu máli. Grænland er stærsta
eyland jarðarinnar og talið að flatarmáli
2182000 ferkílómetrar. Það nær frá 83° 37'
n. br. til 59° 46', Kap Farvel, eða yfir rúm-
ar 23 breiddargráður. Það er 50 sinnum
stærra en Danmörk eða 20 sinnum stærra
en ísland. Ef Grænland væri flutt til Ev-
rópu mundi það ná allt frá Skagerak og
góðan spöl suður eftir Afríku. Þetta gefur
nokkra hugmynd um hina feiknalegu stærð
landsins. Mestur hluti þess er hulinn jökli
árið um kring. Höfin sem liggja að Græn-
landi eru öll köld og allir straumar kaldir,
en þcir flytja með sér mikið af ís, sem kæl-
ir loftið við strendurnar. Landið er því
miklu kaldara en lönd í Evrópu, sem liggja
á sama breiddarstigi. Heimaþjóðin er talin
vera um 20 þúsundir, en auk þess nokkur
liundruð Danr búsettir í ýmsum kaupstöð-
um landsins. Grænlendingar kalla sig
„Kalatdlit", en annars nefna þeir sig einnig
„Inuit“, sem er flt. af „Inuk“ þ. e. maður.
Meðalhæð er 167 cm, hárið er svart, strítt,
breið og útstæð kinnbein og skásett augna-
lok. Á vesturströndinni eru Grænlending-
ar nú orðnir töluvert kynblandaðir, sér-
staklega Dönum og einnig Hollendingum.
En í nyrztu liéruðum landsins og á austur-
ströndinni eru enn þá smáflokkar, sem eru
lítið kynblandaðir.
Höfuðborgin er Godthaab og Jw hefur
landshöfðinginn, sem er æðsti embættis-
rnaður landsins, aðsetur og ýmsir aðrir
danskir menn á vegurn stjórnarinnar.
í firði þeim, sem hér að framan var nefnd-
ur, eru engir Grænlendingar búsettir, Jrar
eru aðeins 3 athafnastöðvar Evrópumanna.
Yzt að norðanverðu er Færeyingahöfn, er
hún, eins og nafnið bendir til, aðseturs-
staður færeyskra fiskimanna og hefur ver-
ið Jtað síðan árið 1925. En auk þess er Jaar
starfrækt af hálfu Dana: hafnargæzla,
sjúkrahús og loftskeytastöð. Yfirmenn eru
allir Danir, en nokkuð af grænlenzku Jojón-
ustufólki og verkamönnum. Starfstími Jjess-
ara embættismanna er á ári hverju frá Jdví
í marz og þar til október eða nóvember.
Þetta er nokkurskonar stjórnaraðsetur
fjarðarins, engin útgerð J^aðan né önnur
viðskipti. Hafnarstjórinn hefur verið Jtarna
óslitið á ári hverju síðan 1925. Hann er
farinn að eldast og býst við að hætta bráð-
lega og mér heyrðist frekar á honum, að
hann mundi sakna Jiess að fara heirn al-
farinn. Svona geta nienn vanist sínu út-
legðar hlutskipti.
28 BANKABLAÐIÐ