Bankablaðið - 01.12.1952, Side 21

Bankablaðið - 01.12.1952, Side 21
PAUL BAREAU: StaSa sterlingspundsins í milliríkjaviSskiptum [Fyrirlestur fluttur af Paul Bareau, ritstjóra News Chronicle, á sumarnámskeiði bankamanna í Oxford í sumar, þýddur og endursagður, all- mikið styttur. H. A.] Það verður að teljast næsta furðulegt, að sterlingspundið skuli enn í dag vera notað sem alþjóðlegur gjaldmiðill, að sterlings- pundið, sem er ekki innleysanlegt í gulli, sem hefur svo margskonar gengi, og Jrrátt fyrir það, að miklar pundainnstæður eru ,,frystar“ eða óyfirfæranlegar á einn eða annan hátt, skuli enn vera notað við ttm helming af allri verzlun og „ósýnilegum" viðskiptum alls heimsins. Á hverju byggðust hinir miklu yfirburðir sterlingspundsins? Menn báru traust til þess og það var hvarvetna gjaldgengt. Meg- in heimsviðskiptanna fór fram í pundum, að nokkru leyti vegna þess, að Stóra-Bret- land var stærsti innflytjandi á heimsmark- aðnum og um leið stærsti útflvtjandi full- unninna vara. Þar við bættist, að brezkir Fyrirlestrarnir voru haldnir fyrir hádegi. Eftir hádegi voru haldnir umræðufundir og skiptust þátttakendur þá í smærri hópa. Voru þá rædd ýmis mál í sambandi við milliríkjaviðskipti og var mjög fróðlegt að heyra sjónarmið hinna ýmsu þjóða. Á kvöldin og um helgar var farið í smá- ferðalög eða iðkað tennis, golf og aðrar íþróttir eða menn sóttu boð sendinefnda hinna ýmsu þjóða. í annarri grein mun ég rekja aðalatriðin úr einum fyrirlestrinum, sem þarna var haldinn. bankar, kaupsýslumenn, flutningafyrirtæki og vátryggjendur létu hina beztu Jjjónustu í té, svo að mönnum var hagur að því, að viðskiptin færu fram í pundum. í þá daga var aldrei talað um, að pundið væri innleysanlegt, því að það var ekkert betra til en pundið og því engin eftirsókn í að innleysa það. Allir vissu, að það var hvenær sem var hægt að fá eina standard- únsu af gulli fyrir £ 3—17—lOyi í Englands- banka. En á þetta var litið sem hvert annað náttúrulögmál. Gull og sterling var eitt og hið sama. Traust manna til pundsins var ekki svo mjög byggt á því, að það var inn- leysanlegt í gulli, enda var gullforði Eng- landsbanka fyrir 1914 sjaldan meiri en 30 milljónir puncla, en nú er 600 milljón punda gullforði talinn alltof lítill. Styrkur pundsins fólst í því, að það var allsstaðar gjaldgengt og að menn báru traust til fjármálastjórnar Breta og Lund- únir voru þá miðdepill heimsviðskiptanna. Hvenær sem á Jmrfti að halda gátu banka- stofnanir Lundúna dregið til sín fjármagn hvaðanæva með því að hækka vaxtafót- inn. Þessi aðstaða Lundúna byggðist fyrst og fremst á því, að Bretland hafði að jafn- aði hagstæðan greiðslujöfnuð við útlönd. Sá mismunur var ekki jafnaður með því að flytja gull til Bretlands. Þessar gjaldeyris- tekjur voru notaðar til útlána til arðbærra framkvæmda um allan heim, þannig að hinn hagstæði greiðslujöfnuður Breta olli ekki skorti á pundum með öðrum þjóðum. Það var enginn „pundaskortur" í þá daga. Nú hefur orðið breyting á þessu. Nú hafa BANKABLAÐIÐ 31

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.