Bankablaðið - 01.12.1952, Page 24

Bankablaðið - 01.12.1952, Page 24
Halldór Stefánsson, sextugur Halldór Stefánsson, bankaritari í Aust- urbæjarútibúi Landsbankans, varð sextug- ur þann 1. desember s. 1. og samt er liann alltaf jafn ungur. Sú góða vísa er aldrei of olt kveðin, að það er ekki árafjöldinn sem sker úr um aldurinn. Ellin, það er áhuga- leysið, neikvæð viðbrögð við lífinu. Æsk- an er áhugi og jákvæð viðbrögð gagnvart lífinu. Og æskumaður er Halldór í fyllsta máta. Vakandi áhugi við allt, sem hann grípur höndum til. Trú á lífið og mennina. Ekkert mannlegt er honum óviðkomandi. reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sú stofn- un yrði þá að endurskoða samþykktir sín- ar. Það kann að verða nauðsynlegt að taka lán erlendis til styrktar pundinu fyrst í stað. Gullverðið á heimsmarkaðnum jryrfti einnig að breytast, en það mundi leiða lil aukinna varasjóða í gulli og doll- urum utan Norður-Ameríku. En sú stað- reynd er alveg augljós, að, ef pundið á að geta haldið stöðu sinni, verður sem fyrst að taka upp aftur gullinnlausn. Ef menn fara að líta á sterlingsvæðið sem innilokað liag- kerfi með verzlunarhaftastefnu, þá ber það í sér þá bakteríu, sent mun smámsaman ríða því að fullu. Ef velja ber á milli eldskírnar, án þess að vonlaust sé að komast klakklaust í gegn- um hana, og áhættunnar, sem henni fylgja, annarsvegar en liins vegar liægfara veikl- unar, kýs ég heldur fyrri kostinn. Fyrst og fremst vegna þess, að ég er bjartsýnismaður og vegna þess, að ég held, að þetta gamla land búi enn yfir nægum lífsþrótti, sveigjan- leik og seiglu, ekki aðeins til Jtess að það lifi þessa eldskírn af, heldur jafnvel til þess að sækja verulega fram. Halldór er þjóðkunnur maður fyrir sög- ur sínar og Iöngu eftir að bankamaðurinn Halldór Stefánsson er gleymdur mun nafn rithöfundarins geymast sem eins brautryðj- andans í hinni djörfu framsókn íslend- inga á fyrri hluta 20. aldar, er hinn mikli lífskraftur þjóðarinnar leystist úr læðingi að fengnu frelsi. En við, sem þekkjum Halldór, gleymum lieldur ekki bankamanninum. Þeir, sem seinna kynna sér rithöfundarferil Halldórs, rnega líka muna það, að í bankastörfum sínum er hann vandvirkur, öruggur og verkkunnandi, svo að af ber. Sá, sem þekkir Halldór af langri við- kynningu, getur ekki minnzt hans svo, að honum verði ekki einnig rætt urn fjölhæfni hans. Hann er að sjálfsögðu víðlesinn og margfróður um þjóðleg fræði og erlendar bókmenntir, svo sem vera ber um skáld, enda mikill málamaður. Hann er og fróður og fullur áhuga um vísindalegar uppgötv- anir og heimspeki, forna og nýja. Hagur á allt það er hann tekur höndum til. Vinum sínum er hann hinn góði félagi: gleðimaður á góðri stund, sögumaður góð- ur, unnandi ljóða og lista. Meistari ungum skáldum. Megi þjóðin enn lengi njóta skáldsins, og vinir vinarins þar sem Halldór er. H. Þ. 34 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.