Bankablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 25

Bankablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 25
7 Tómlístaþættír í Utvegsbankamum Hinar miklu og ágætu breytingar, er gerð- ar voru á húsakynnum starfsfólks Útvegs- bankans í upphafi þessa árs, með stækkun kaffistofu bankans og hátíðarsals, hafa skapað fólkinu í bankanum stóraukin skil- yrði til meiri fjölbreytni í allri félagsstarf- semi. Einn fyrsti þáttui' þeirrar nýbreytni, sem hin bættu skilyrði sköpuðu, var að hefja fræðslu og menningarstarfsemi. Fyrir áeggjan áhugamanna um tónlist var hafin í hátíðasal Útvegsbankans flutn- ingur tónverka eftir Beethoven á 125. dán- ardegi tónskáldsins. Dr. Páll ísólfsson, tón- skáld flutti þá fróðlegt og skemmtilegt er- indi um Beethoven og útskýrði fimmtu symphoníu tónskáldsins, er leikin var við þetta tækifæri í hátíðasal bankans. Næsti tónlistaþáttur var haklinn mán- uði síðar og flutti þá herra söngstjóri Ro- bert A. Ottóson afar fróðlegt og lifandi erindi um Schubert; æfi og starf hins mikla tónskálds. Var við það tækifæri leik- in ófullgerða hljómkviðan eftir Schubert. Þriðji þáttur þessarar tónlistarstarfsemi var í síðasta mánuði og flutti þá herra tón- listarfræðingur Jón Þórarinsson fróðlegt og athyglisvert erindi um eitt víðfrægasta núlifandi tónskáld, Paul Hindemith og út- skýrði hið þekkta tónverk hans, symphon- íuna Matthías málara og voru þættir úr henni leiknir á hátíðinni. í þeim tónlistarþáttum, er hér hefur ver- ið frá sagt að fluttir hafi verið í Útvegs- bankanum á þessu ári, hafa þrír þjóðfrægir ágætismenn á sviði tónlista lagt sterka hönd á plóginn til þess að koma í framkvæmd hugsjón fárra manna, er fundist hefur meira um að kynnast fagurri list en fá- nýtri yfirborðsmenntun. Stjórn starfsmannafélags Útvegsbankans og allir þeir, c-r notið hafa ánægjustunda þessara ágætu listamanna, þakka þeim af alhug góðar undirtektir og alveg sérstak- lega vinsamlega fyrirgreiðslu. Það skal fram tekið, að starfsfólki allra bankanna í Reykjavík hefur verið boðið að sækja þætti þessa og mun svo áfram verða. Til þess að skýra frekar upphaf og til- gang þessa nýja þáttar þykir rétt að birta hér í Bankablaðinu ávarpsorð er flutt voru í byrjun hins fyrsta tónlistaþáttar: „Fyrir fimmtán árum síðan var erki- biskupnum af Kantaraborg boðið á árs- hátíð bankamanna í Bretlandi og hann beðinn að flytja þar ræðu. Erkibiskupinn flutti snjalla og sniðuga ræðu á samkom- unni og sagði m .a. í upphafi ræðu sinnar, að þetta væri í fyrsta sinn í sögunni að starfandi embættismaður kirkjunnar kæmi í mannfagnað brezkra bankamanna og tæki þar til máls. Hann kvaðst með miklum kvíða hafa þegið hið góða boð, því það væri hvorki í hans verkahring eða venja að umgangast of mikið þá menn, sem daglega þylja bænir sínar við altari Mammons og búa rammbyggilega um sig bak við járn- girta glugga og afgreiðsluborð. En við nánari athugun og eftir að vera kominn í þennan hóp kvaðst erkibiskupinn sjá marga vini og stuðningsmenn síns mál- staðar meðal brezkra bankamanna og væri honum óblandin gleði að vera mættur á þessum góðra vina fundi. BANKABLAÐIÐ 35

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.