Bankablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 27
FÉLAGSMÁL BANKAMANNA
ÁHEYRNARFULLTRÚI.
Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja bauð að venju áheyrnarfulltrúa frá
Sambandi ísl. bankantanna til setu á þingi
Bandalagsins, sem haldið var í haust í
Hátíðasal starfsmanna Útvegsbankans. Ein-
varður Hallvarðsson, varaformaður S. í. B.,
sat þingið og flutti Jdví kveðju og árnaðar-
óskir bankamanna.
LA UNAMÁLANEFND.
Launamálanefnd Sambands ísl. banka-
manna hefir ekki enn haft aðstöðu til að
skila áliti um launakjör bankamanna, þar
eð ýmsir örðugleikra eru á því að afla upp-
lýsinga um Jrau mál. Sambandsstjórn hefir
nokkuð rætt þessi mál og má gera ráð fyrir
að umbeðnar upplýsingar fáist áður en
lýkur.
Þess rná geta hér að launamálanefnd
Félags starfsmanna Landsbankans hefir rætt
launamál starfsmanna bankans á fundum
og skrifað framkvæmdarstjórn bankans bréf
um rnálið, en á þessu stigi málsins þykir
ekki rétt að spá neinu um árrangurinn af
starfi nefndarinnar.
BRIDGE-KEPPNI.
í ráði er að Bridge-keppni bankamanna
fari fram á vegum S. í. B., nú í vetur. Verður
hún með líku sniði og áður, en ekki hefir
verið ákveðið hvenær hún fer fram.
SKÁKKEPPNI.
Skákkeppni rnilli starfsmanna Búnaðar-
bankans og Landsbankans fór fram mið-
vikudaginn 26. nóv. s. 1., í samkomusal
starfsmanna Búnaðarbankans. Telft var á
10. borðurn og lauk keppninni með sigri
Landsbankamanna sem hlaut 6 vinninga:
4. Vinningar féllu Jjannig:
1. Þorsteinn Þorsteinsson L. — vann
Hauk Þorleifsson B.
2. Geir Sigurðsson B. — vann Jón Hall-
dórsson L.
3. Róbert Þórðarson L. — jafntefli Gunn-
ar Blöndal B.
4. Hinrik Thorarensen L. — vann
Tryggva Pétursson B.
5. Sighvatur Jónasson L. — vann Sigurð
Jónsson B.
6. Garðar Þórhallsson B. — vann Ein-
varð Hallvarðsson L.
7. Anton Halldórsson L. — jafntefli Jón
Sigurðsson B.
8. Ragnar Ingólfsson B. — vann Bjarna
Magnússon L.
9. Sverrir Elíasson L. — vann Þórð Sig-
urðsson B.
10. Ólafur Gunnlaugsson L. vann Ásmund
Jónsson B.
Keppnin var hin ánægjulegasta og er Jrað
í annað sinn sem Búnaðarbankamenn og
Landsbankamenn leiða sarnan hesta sína í
skák.
í fyrsta sinn sem keppnin fór fram
lauk henni með sigri Landsbankamanna
6i/2:3t/9.
BANKA MA NNA SKÓLI.
Eins og frá var skýrt í síðasta blaði sótti
Hörður Þórhallsson, Landsbankanum nám-
skeið á vegum The Institute of Bankers,
sem haldið var í Oxford í sumar og mun
hann hér á öðrum stað í blaðinu gera les-
endum blaðsins nokkra grein fyrir Jdví sem
franr fór á mótinu.
BANKABLAÐIÐ 37