Bankablaðið - 01.12.1952, Síða 35

Bankablaðið - 01.12.1952, Síða 35
Sextugur: Ólafur Tkorarensen Ólafur Thorarensen, útibússtjóri Lands- banka íslands á Akureyri, varð sextugur 8. þ. m. Hann er fæddur á Akureyri 8. desember 1892 og ólst þar upp. Aðeins 15 ára gamall gerðist liann starfsmaður útibús Lands- bankans á Akureyri, 23. júní 1908. Hefir hann verið í þjónustu þjóðbankans næstum alltaf síðan eða yfir 44 ár, lengst af á Akur- eyri. Þar var hann fyrst aðstoðarmaður og síðar féhirðir. Þá starfaði hann um skeið sem fulltrúi í aðalbankanum í Reykjavík og gegndi þar ýmsum vandasömum trún- aðarstörfum, frá 1919 til 1931, en 1. júlí það ár tók hann við stjórn útibúsins á Akureyri og hefir gegnt því starfi síðan. Ólafur Thorarensen gerþekkir allar hlið- ar bankastarfseminnar. Hann hefir starfað hjá Landsbankanum 44 af 66 starfsárum bankans og fylgst með vexti hans og þróun og þeim stórkostlegu breytingum, sem orðið hafa í atvinnuháttum, fjármálalífi og öllu Jtjóðlífi okkar það, sem af er Jiessari öld. María, Guðsmóðir, heldur syni sinum í faðmi sér. Hún heldur á syni sínum, og hin þjáða móðir horfir á son sinn. Hjarta hennar er gegnumstungið sjö rýtingum. En það leikur bros um ljómandi andlit barnsins guðdómlega. María svífur hljóðlega áfram. Daginn eftir fann halti kirkjuvörðurinn með geitarandlitið Artúr riddara limlestan undir stóru ljósakrónunni. Hann hefir vaxið með bankanum og hverj- um vanda, sem borið hefir að höndum. Hann hefir af langri reynslu öðlast mjög víðtæka þekkiugu á Jjjóðarhögum og öllu því, sem snertir starf hans sem bankastjóra. Samviskusemi í starfi og prúðmennska í framkomu einkenna fyrst og fremst Ólaf Thorarensen. Bankastörf sín hefir hann rækt [jannig að til fyrirmyndar er. Þótt Ólafur Thorarensen sé nú talinn sextugur, er hann enn á besta starfsaldri. Ég óska honum allra heilla og blessunar á þessum tímamótum og vona að þjóðbank- inn fái enn lengi að njóta starfskrafta þessa ágæta manns. E. H. ÁRSHÁTÍÐ BANKÁMANNA verður að forfallalausu lialdin fyrra hluta febrúarmánaðar. Verður það tilhynnt nánar í bönkun- um i nœsta mánuði. BANKABLAÐIÐ 45

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.