Bankablaðið - 01.12.1952, Qupperneq 36
MÖTUNEYTI
Hinn öri vöxtur Reykjavíkur á síðari ár-
um hefur aukið verulega fjarlægðir niargra
manna frá heimili á vinnustað. Og þrátt
fyrir að strætisvagnakostur hefur aukizt,
nægir mörgum mönnum naumlega venju-
legur matmálstími til þess að fara heim til
matar á hádegi.
Hefur því verið horfið að því ráði hjá
ýmsum fyrirtækjum að greiða fyrir stofnun
mötuneytis fyrir starfsfólk fyrirtækjanna.
Virðist sá háttur hafa víðast gefið góða
raim. Enda fer mötuneytum innan fyrir-
tækja sífjölgandi.
Stjórn starfsmannafélags Útvegsbankans
hefur að undanförnu unnið að því að koma
á stofn mötuneyti í bankanum. Hefur hug-
ur margra starfsmanna hneygzt að því, að
til framkvæmda mætti koma hið fyrsta.
Aðstæður til slíkrar starfsemi eru hinar
beztu í bankanum, einkum eftir breytingar
þær er gerðar voru á húsakynnum starfs-
fólksins á þessu ári.
Eftir að verkfall skall á hinn 1. des. síð-
astl. og allar strætisvagnaferðir féllu nið-
ur og matsölum var lokað átti fjöldi starfs-
fólks engan kost að afla sér hádegisverðar.
Varð þetta til þess að tekið var á ný til yfir-
vegunar stofnun mötuneytis í bankanum.
Stjórn starfsmannafélagsins skipaði því
hinn 3. des. síðastl. þriggja manna nefnd
til þess að hafa með höndum stjórn og starf-
rækzlu mötuneytis. í þeirri nefnd eiga sæti,
Erlingur Hjaltested, Birna Björnsdóttir og
Matthías Guðmundsson. Er fyrirhugað, að
sú nefnd taki til starfa strax að verkfallinu
loknu. Hins vegar tók mötuneytið til starfa
þann 6. des. síðastl. og veitir Adólf Björns-
son, formaður starfsmannafélagsins, því for-
stöðu þar til nefndin tekur til starfa.
Væntanlega gefur hið fyrsta mötuneyti
F ramltvæmdahanlii
íslands
Ríkisstjórnin liefir lagt fyrir Alþingi
frumvarp til laga um Framkvæmdabanka
íslands. í frumvarpinu og greinargerð seg-
ir m. a.:
Hlutverk bankans er að efla atvinnulíf
og velmegun íslenzku þjóðarinnar með því
að beita sér fyrir arðvænlegum framkvæmd-
um, sem gagnlegar eru þjóðarbúinu og
styðja þær. Skal starfsemi bankans í meg-
inatriðum miðuð við Jaað að stuðla að aukn-
um afköstum í framleiðslu og dreifingu (2.
gr.). í 3. grein frumvarpsins segir svo um
öflun fjár fyrir bankastarfsemi þessa:
Ríkissjóður leggur Framkvæmdabank-
anum til stofnfé, samtals að upphæð 101.
150.000 kr., sem hér segir: 1. Skuldabréf fyr-
ir lánum úr Mótvirðissjóði:
Tvö skuldabréf Sogsvirkjunarinnar að
upphæð kr. 54.000.000 og tvö skuldabréf
Laxárvirkjunarinnar að upphæð samtals
kr. 21.000.000. Skuldabréf Aburðarverk-
smiðjunnar h. f. 25.000.000 kr. Eftirtalin
hlutabréf: í Aburðarverksmiðjunni h.f. kr.
6.000.000, í Raftækjaverksmiðjunni h. f. kr.
50.000 og í Eimskipafélagi íslands 100.000
krónur. Hlutabréf þessi má bankinn ekki
selja né veðsetja án samþykkis Alþingis.
Ríkissjóður leggur bankanum enn fremur
til stofnfé til viðbótar, eftir því sem Alþingi
kann að ákveða hverju sinni.
Framkvæmdabankanum skal falin varzla
Mótvirðissjóðs, og skulu um ráðstöfun hans
gilda nánar tilteknar reglur.
Þá á bankinn að vera til ráðuneytis í
fjárfestingarmálum, að verzla með verðbréf
og lána til arðbærra framkvæmda o. s. frv.
bankamanna góða raun og verður fyrir-
boð að fleiri verði stofnuð.
46 BANKABLAÐIÐ