Bankablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 19
er vel uppbyggt félagslega. Námskeið sem þessi eru meðal annars til þess ætluð að gera menn hæfari og þroska menn til fé- lagslegra átaka. Eftir hádegi miðvikudaginn 20. apríl var þátttakendum ekið að Nordseter, sem er ca. 12 km ofar í um 800 m. hæð þar verða barr- skógarnir gisnari en fjöll há. Þar stigu flestir á skíði og nutu góðs veðurs í dásam- legu umhverfi fram eftir degi, en þeim sem ekki fóru á skíði, var ekið á snjóbíl um ná- grennið. Það kvöld var okkur norrænu gestunum boðið út að borða í veitingahús- ið Krónuna. Var það mjög ánægjulegt kvöld. Síðustu daga mótsins skiiuðu nefndir álitum og spunnust oft miklar umræður tit frá þeim. Eins var samningsgerð sýnd í einskonar sviðsleik, til að gefa mönnum kost á að fylgjast með þeirri miklu vinnu sem liggur á bak við launasamninga. Mótinu var svo slitið með samkvæmi laugardaginn 23. apríl. Eg er þakklátur fyrir að hafa átt kost á að taka þátt í þessu móti. Þau erindi, sem þarna voru flutt voru að vonum lærdóms- rík og skýr. Einnig var mjög gaman að fá tækifæri til að kynnast erlendum starfsfé- lögum, viðhorfum þeirra og áhugamálum. Auk þess var öll fyrirgreiðsla svo góð sem bezt varð á kosið og móttökur hinar ágæt- ustu eins og fyrr getur. Kjartan Haraldsson, fulltrúi í Lands- banka íslands, er nýkominn heim úr sex mánaða námsferðalagi frá Noregi og Eng- landi. Björn Trygguason, skrifstofustjóri í Seðlabanka íslands, hefur nýlega verið sæmdur Riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf að bankamálum. KVEÐJA Franz A. Andersen Franz A. Andersen, endurskoðandi og fyrrverandi starfsmaður Landsbanka ís- lands, andaðist hér í borg 29. okt. sl., lið- lega 70 ára að aldri. Við leiðarlok minnast bankamenn starfa Franz að félagsmálum bankamanna. Hann var einn af mörgum, sem unnu að stofnun Sambands íslenzkra bankamanna og átti sæti í fyrstu stjórn sambandsins. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Eélags starfs- manna Landsbanka íslands um skeið. 1 rit- nefnd Bankablaðsins var hann og um ára- bil. Hann hafði mikinn áhuga á öllu, sem varðaði hag og menntun bankamanna, og á 25 ára afmæli heildarsamtakanna gaf hann nokkra peningaupphæð til kaupa á fagbókum fyrir bankamenn, en þá var liann löngu hættur að starfa að bankamálum. Franz var drengskaparmaður mikill og raungóður þeim er til hans leituðu. í dag- legri umgengni var hann fáskiptinn, en vinur vina sinna og glaður í þeim hópi. Hnittinn í orði og léttur í spori. Hann var fljótur að átta sig á málum og mynda sér skoðanir. Stóð fastur á meiningunni, ef því var að skipta og lét hlut sinn hvergi. Rök- fastur en stundum hvassyrtur og átti létt með að færa orð sín í ritað mál. Ber Banka- biaðið þess nokkur merki, en hann skrifaði þar um ólík efni og þá stundum undir dul- nefni. Bankamenn þakka hinum látna ágæt störf, en hann er hinn fyrsti er fellur frá úr fyrstu stjórn S.I.B., og senda eftirlif- andi eiginkonu, börnum og öðrum ástvin- um samúðarkveðju. BGM BANKABLAÐIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.