Bankablaðið - 01.12.1966, Page 19

Bankablaðið - 01.12.1966, Page 19
er vel uppbyggt félagslega. Námskeið sem þessi eru meðal annars til þess ætluð að gera menn hæfari og þroska menn til fé- lagslegra átaka. Eftir hádegi miðvikudaginn 20. apríl var þátttakendum ekið að Nordseter, sem er ca. 12 km ofar í um 800 m. hæð þar verða barr- skógarnir gisnari en fjöll há. Þar stigu flestir á skíði og nutu góðs veðurs í dásam- legu umhverfi fram eftir degi, en þeim sem ekki fóru á skíði, var ekið á snjóbíl um ná- grennið. Það kvöld var okkur norrænu gestunum boðið út að borða í veitingahús- ið Krónuna. Var það mjög ánægjulegt kvöld. Síðustu daga mótsins skiiuðu nefndir álitum og spunnust oft miklar umræður tit frá þeim. Eins var samningsgerð sýnd í einskonar sviðsleik, til að gefa mönnum kost á að fylgjast með þeirri miklu vinnu sem liggur á bak við launasamninga. Mótinu var svo slitið með samkvæmi laugardaginn 23. apríl. Eg er þakklátur fyrir að hafa átt kost á að taka þátt í þessu móti. Þau erindi, sem þarna voru flutt voru að vonum lærdóms- rík og skýr. Einnig var mjög gaman að fá tækifæri til að kynnast erlendum starfsfé- lögum, viðhorfum þeirra og áhugamálum. Auk þess var öll fyrirgreiðsla svo góð sem bezt varð á kosið og móttökur hinar ágæt- ustu eins og fyrr getur. Kjartan Haraldsson, fulltrúi í Lands- banka íslands, er nýkominn heim úr sex mánaða námsferðalagi frá Noregi og Eng- landi. Björn Trygguason, skrifstofustjóri í Seðlabanka íslands, hefur nýlega verið sæmdur Riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf að bankamálum. KVEÐJA Franz A. Andersen Franz A. Andersen, endurskoðandi og fyrrverandi starfsmaður Landsbanka ís- lands, andaðist hér í borg 29. okt. sl., lið- lega 70 ára að aldri. Við leiðarlok minnast bankamenn starfa Franz að félagsmálum bankamanna. Hann var einn af mörgum, sem unnu að stofnun Sambands íslenzkra bankamanna og átti sæti í fyrstu stjórn sambandsins. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Eélags starfs- manna Landsbanka íslands um skeið. 1 rit- nefnd Bankablaðsins var hann og um ára- bil. Hann hafði mikinn áhuga á öllu, sem varðaði hag og menntun bankamanna, og á 25 ára afmæli heildarsamtakanna gaf hann nokkra peningaupphæð til kaupa á fagbókum fyrir bankamenn, en þá var liann löngu hættur að starfa að bankamálum. Franz var drengskaparmaður mikill og raungóður þeim er til hans leituðu. í dag- legri umgengni var hann fáskiptinn, en vinur vina sinna og glaður í þeim hópi. Hnittinn í orði og léttur í spori. Hann var fljótur að átta sig á málum og mynda sér skoðanir. Stóð fastur á meiningunni, ef því var að skipta og lét hlut sinn hvergi. Rök- fastur en stundum hvassyrtur og átti létt með að færa orð sín í ritað mál. Ber Banka- biaðið þess nokkur merki, en hann skrifaði þar um ólík efni og þá stundum undir dul- nefni. Bankamenn þakka hinum látna ágæt störf, en hann er hinn fyrsti er fellur frá úr fyrstu stjórn S.I.B., og senda eftirlif- andi eiginkonu, börnum og öðrum ástvin- um samúðarkveðju. BGM BANKABLAÐIÐ 17

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.