Bankablaðið - 01.12.1966, Page 24

Bankablaðið - 01.12.1966, Page 24
Bankamannaskólinn Námskeið í Bankamannaskólanum, hóíst að nýju 17. okt., en starfsemi skólans hafði legið niðri um tveggja ára skeið, Jrar eð ekki var völ á hentugu húsnæði fyrir skól- ann. Nú hafði tekist svo vel til, að skólinn hefir fengið ágætt húsnæði til umráða í hinum nýju húsakynnum Sambands ís- lenzkra bankamanna, að Laugavegi 103 5. hæð. Skólinn er með sama sniði og áður. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og voru námsgreinar sem hér segir: Bankaskipulag og stjórn, innlán, gjaklkerastörf, reikning- ur, gjaldeyris- og innflutningrreglur, er- lend viðskíjjti, lánastarfsemi, tryggingar og frágangur skjala, víxlar, tékkar og ávísana- skipti, skrift og reiknivélar. Má ætla af námsverkefnunum, að nemendur verði nokkurs vísari um bankastarfsemi eftir en áður. Skólastjóri er eins og að undanförnu: Gunnar I-f. Blöndal, fulltrúi í víxladeild Búnaðarbankans, aðrir kennarar eru flestir starfsmenn bankanna, nema Guð- mundur í. Guðjónsson, yfirkennari í Kenn- araskólanum, sem kennir skrift og Þorsteinn Magnússon, kennari við Verzlunarskólann, sem annast reiknivélakennslu. Námskeiðið stendur fram í desember- mánuð og eru skólaslit ákveðin um miðjan mánuð. Þá er ætlunin að prófun verði lokið, en frammistaða nemenda ræður nokkuð um framtíð Jteirra í bönkunum. Kennsla hefir farið fram fyrri hluta dags frá kl. 9—11. og hefir fjarvera nemenda lir bönkunum skapað nokkra erfiðleika, sem komið hafa niður á Jreim sem fyrir eru við afgreiðslu í bönkunum. Nemendur munu vera nokkuð yfir eitt hundrað. Sýnir Jæssi ljöldi hin öru mannaskipti í bönkunum og er nokkur ábending til forráða manna bank- anna, að ekki sé alltof eftirsóknarvert að gerast starfsmaður í banka. Skólanum stýrir skólanefnd, en hana skipa: Björn Tryggvason, skrifstofustjóri, Seðlabanka íslands, Gunnlaugur G. Björn- son, deildarstjóri, Útvegsbanka íslands, Hannes Pálsson, útibússtjóri Austurbæjar- útibúi Búnaðarbanka íslands, og Höskuld- ur Ólafsson, skrifstofustjóri, Landsbanka íslands. Gunnar H. Blöndal skólastjóri. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.