Bankablaðið - 01.07.1974, Síða 11

Bankablaðið - 01.07.1974, Síða 11
Hann var fæddur að Miðengi í Garða- hreppi 22. júlí 1896 og ólst upp fyrst þar og síðar í Hafnarfirði. Foreldrar lians voru merkishjónin Halldóra Þorgilsdóttir og Ingvar Guðmundsson, sjómaður, kunn- ur athafnamaður og mikils metinn. Er Þorgils Ingvarsson hafði aldur til gekk liann í Flensborgarskólann í Hafnar- firði, en af lieilsufarsástæðum gat hann ekki stundað námið þar nema liluta tir tveim vetrum. En haustið 1914 fór liann í Verslunarskólann í Reykjavík og útskrif- aðist haðan vorið 1916.. Hinn 1. maí það sarna vor varð hann starfsmaður Lands- banka Islands og hóf þar með liið mikla og mikilvæga ævistarf sitt, sem stóð óslit- ið meira en hálfa öld. Fyrstu árin starfaði hann í ýmsum deild- um bankans og aflaði sér þannig víðtækrar reynslu og þekkingar á hinum ýmsu hlið- um hankastarfseminnar. En liinn 1. mars árið 1924 varð liann útibússtjóri bankans á Eskifirði og gegndi því starfi til 1. júlí 1932. Þá fluttist hann aftur til aðalhank- ans og varð forstöðumaður útgerðarlána- deildarinnar, sem stofnuð var utn það leyti, til þess að liafa umsjón og eftirlit með lánveitingum bankans til sjávarút- vegsins. Þessu mikilvæga starfi gegndi hann síðan óslitið þar til hann lét af störfum vegna aldurs í úrslok 1966, en ú því ári varð hann sjötugur. En það er til marks um það álit og traust, sem liaim liafði unnið sér hjá bankastjórninni, að næstu þrjú árin þar á eftir starfaði hann reglulega hluta úr degi, samkvæmt ósk bankastjóranna, að athugun á sérstökum vandamálum í sambandi við sjávarútveg- inn. Er þetta alveg einstætt og þekki ég ekkert annað dæmi þess, að starfsmaður bankans, sein hafði liætt störfmn vegna aldurs, hafi þannig sérstaklega verið kvaddur bankastjórninni til aðstoðar og ráðuneytis. Þegar ég nú minnist með fáum og fá- ta'klegum orðum Þorgils Ingv'arssonar, míns ágæta vinar og samstarfsmanns um áratugi, er mér tvennt ríkast í liuga. Ann- ars vegar hins gagnmerka starfs lians í bankanum og liins vegar þátltaka hans í félagsmálastarfi starfsmanna bankans og bankastarfsmanna yfirleitt. Starf hans í bankanum hefur stuttlega verið rakið hér að framan, en við það má bæta þvi, að þegar liann lét af reglulegu starfi, hafði liann starfað rúmlega 50 ár af rúmlega 80 ára starfsævi bankans. 011- um má vera ljóst, að staða Landsbanka Islands í dag er árangur af starfi margra ágætru manria, seni fyrir liann liafa starf- að, bæði stjórnenda og annarra. Þorgils Ingvarsson var einn þeirra, sem áttu mikil- vægan þátt í því að treysta þann örugga grundvöll, sem hankinn stendur nú á og verður mikilvægi þess fyrir þjóðfélagið ekki ofmetið. Þegar eftir að Þorgils Ingvarsson flutt- ist aftur til Reykjavíkur frá Eskifirði árið 1932, tók liann mjög virkan og ágætan þátt í starfi Félags starfsmanna Lands- banka Islands og síðar Samhandi íslenskra bankamanna, eftir að það var stofnað 1935. Hann gegndi formannsstörfum um hríð bæði í starfsmannafélaginu og sambandinu og annaðist mörg mikilvæg hlutverk á vegum heggja. Þess má geta, að fyrir störf sín, bæði að hankamálum og félagsmálimi lilaut Þorgils sérstakar viðurkemiingar, hæði riddarakross Fálkaorðunnar og gullmerki Sambands íslenskra bankamanna. Þorgils Ing\7arsson var tvíkvæntur. Fyrri kona lians var Agústína Viggósdóttir frá Isafirði, merk og ágæt kona. Þau eignuðust BANKABLAÐIÐ — 9

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.