Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 14

Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 14
meir setti upp útibú í Ölafsvík mætti svo fara að mér yrði falin stjórn þess. Af Englandsferðinni varð reyndar aldrei og útibúið í Olafsvík er ókomið enn. — En hvaö hafSirSu fyrir stafni frá því aS þú laukst viS Verzlunarskólann og þangaS til þú byrja&ir í bankanum? •—- A þeim tíma fékkst ég við alla venju- lega vinnu, starfaði við hafnargerð eða vegagerð, eða skrapp kannski með trúss- iiest í skeljafjöru undir Búlandsböfða. Sá höfði var í þá tíð ekki eins greiður yfir- ferðar og nú. Einu sinni var ég rétt búinn að missa klárinn fram af hengifluginu. Honum bafði skrikað fótur, en allt fór þó betur en á liorfðist. Annars var dálílið sérstakt með vega- gerðina, eða svo mundi mönnum þykja nú til dags. Ekki voru þama önnur verkfæri en liaki og skófla, livorki hjólbörur né liandbörur og ofaníburðinn urðum við að bera á milli okkar í strigapokum. — En hvernig líkaSi þér svo eftir aS þú fórst aS vinna í bankanum? — Eg var lítið hrifinn af því starfi og ’eiddist hroðalega, fór einförum og leið sálarkvalir. Þó kom þar að ég fór að reyna að sökkva mér niður í starfið og sætta mig við örlögin. Fyrst framan af varð ég að láta mér nægja sendilsstörfin og síðar veigaminni bankastörf, en árið 1927 fór ég að vinna í sparisjóðsdeild bankans. Byrjunarlaun mín voru 200 krónur, eða 100 krónur í kaup og 100 krónur í dýrtíð- aruppbót, Um hver áramót liækkuðu svo mánaðarlaunin lun 16 krónur. En auk þess fékk ég, þegar fyrsta árið 200 krónur í jólagjöf, sem kom sér lieldur en ekki vel. Fyrir jólin 1926 lögðum við tveir upp \ ferðalag vestur í Olafsvík til þess að Jialda þar hátíðina með vinum og vanda- mönnum. Frá Staðarstað ætluðum við að íeggja á heiðina, en með því að stóri suim- an var skollinn á (en svo nefna menn vest- ur þar öskrandi sunnanrok með úrliell- isrigningu), og komið var kolsvarta myrk- ur, þá villtumst við og komum nokkru seinna aftur að Staðarstað. En eftir að við liöfðum þegið þar góðgerðir, héldimi við aftur af stað og náðum illa til reika að Fróðá um kvöldið á tólfta tímanum. Þar vakti ég upp og spurðist fyrir um ána. Var okkur sagt, að hún væri í töluverð- um vexti. En áfram skyldi þó haldið livað sem á dyndi. Eg hafði alhnikinn broddstaf í liendi, eem góður styrkur var að í vatnsföllum. Frændi minn, sem með mér var, var frem- ur lágvaxinn. Sagði ég lionum, þegar út í ána koin, að lialda sér fast í stafinn. Þeg- ar svo vatnsflaumurinn skall mér upp mid- ir mitti, missti frændi minn fótanna, en liékk þó í stafnum. Þannig náðum við landi vestan megin, heilu og liöldnu. Var þá skanmit orðið á leiðarenda. — Hvenœr var þaS svo sem þú kvamt- ist og hvaS hét stúlkan þín? — Það geröist árið 1928 og heitir konan mín Kristensa Sigurgeirsdóttir. Fengum við til íbúðar leiguhúsnæði á Freyjugötu 27A. Var þetta lítið steinliús, lilaðið, með timburlofti. Þar uppi fengmn við tvö lier- bergi. Svefnlierbergið var mn það bil 6 fermetrar að stærð og tók rúmið, sem varð að standa upp við þilið, bróðurpart- inn af gólffletinmn, svo að það okkar, er svaf fyrir ofan, varð að stíga yfir liitt, sem fyrir framan svaf, til þess að kom- ast í sitt ból. Eldhúsið var með kolaelda- v'él og ósköp lítið. Ekkert þvottahús fylgdi íbúð þessari og engin geymsla, en 80 krón- 12 — BANKABJLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.