Bankablaðið - 01.07.1974, Síða 16
— Að gefast ekki upp, þó því leiðist í
íyrstu, heldur leitast við af fremsta megni
að skapa með sér áhuga á starfinu hversu
einfalt sem það kann að vera.
— SegSu okkur a8 lokum, Vilhelm, hvafi
þú mundir leggja fyrir þig, ef þú værir
nú ungur og œttir lífid fyrir þér?
— Eg mundi vist ekki fara í banka —
Jíklega frekast í búskapinn.
-—- Já, og nú stendur einmitt svo á, að
FróSá mun vera laus til ábúðar.
Helgi Hólm:
Horshir banhamenn séttir heim
Vikuna 4. — 10. nóvember sl. fór und-
irritaður á námskeið, sem NBF (Norsk
Bankfunksjonæres Forbund) stóð fyrir á
Highland Hotel í Geilo. Þátttakendur voru
fast að áttatíu, og voru þeir allir trúnað-
armenn í bönkum og sparisjóðum víðsveg-
ar að úr Noregi. Einn annar gestur var
á námskeiðinu og var liann frá Danmörku,
Kurt Cristensen.
Nýliðar sóttu Kurs I, hvar aðalviðfangs-
efnið var abmenn félagsmál, stjóm funda
o. fl. þ. b. Þeir, sem vanari vom félags-
málum sóttu Kurs H, og var okkur gestim-
um ætluð þátttaka þar. Viðfangsefni á
Kurs II voru mjög ábugaverð, og má deila
þeim í tvo meginþætti. I fyrsta lagi var
fjallað um „statistikk” og útreikninga til
notkimar við undirbúning launasamninga.
Þá var farið í gegnum vinnudeilulöggjöf-
ina, en þessum hluta lauk með athugun á
hinum ýmsn formum samningaviðræðna.
Sá háttur var oftast hafður á, að lialdnir
voru einn eða tveir fyrirlestrar, en síðan
fóm fram umræður í hópum. Hver hóp-
ur skilaði síðan sameiginlegu áliti, og
Iiver dagur endaði venjulega með allsherj-
arumræðum.
Síðari hluti námskeiðsins fjallaði tun tvö
mál, sem nú em mjög ofarlega á baugi
í Noregi, Hið fyrra er yfirlýstur vilji
norskra stjómvalda að setja lög, sem heim-
ila ríki og sveitarstjórnum að skipa meiri-
hluta í stjóm norskra banka og spari-
sjóða. Með þessu hyggjast stjómvöld ná
fastari tökmn á fjármálakerfi landsins og
beita því meira sem stjómsýslutæki. Þátt-
takendm- á námskeiðinu reyndu að gera
sér grein f}TÍr, livaða álirif þetta gæti
hugsanlega haft á hagi norskra banka-
manna. Niðurstaðan var sú, að á þessu
14 — BANKABLAÐIÐ