Bankablaðið - 01.07.1974, Síða 17
stigi málsins getur enginn í raun og veru
séð slíkt fyrir. Menn voru almennt á þeirri
skoðun, að NBF gæti ekki og ætti ekki
að taka afstöðu til málsins á pólitískum
grundvelli.
Að lokiun var fjallað um liið svokallaða
„Skánslands” ráð. Það ráð nnm fá það
lilutverk að reikna út og fylgjast með verð-
lagsþróun í landinu, í þvi skyni, að hægt
sé að grípa tímanlega þar inn í með ráð-
stafanir ef þurfa þykir. Einnig mun ráð-
ið eiga að móta stefnur í launamálum,
og fylgjast með að laimahækkanir verði
ekki meiri en þjóðarbúskapurinn stendur
undir. I ráðinu eiga sæti fulltrúar frá ríki,
atvinnuveitendum og launþegum. Ef þetta
ráð kemst á laggimar mun það breyta
mikið framvindu laimamála í Noregi og
verður fróðlegt að fylgjast með því.
Geilo er sannkölluð skíðaparadís, mitt á
milli Bergen og Osló, og er þessi staður
einn alvinsælasti vetraríþróttastaður á
Norðurlöndum. Hann hefur því upp á
æðimargt að bjóða.
En ég held ég slái botn í þessa frásögn
að sinni, en það getur meira en vel ver-
ið, að ég komi með viðbót seinna.
KAUP KAUPS
Það, að ein króna gerir okkur ekki sama
gagn og hún gerði áður, orsakast af því
■j-S viS viljum ekki lengur gera jafn mikiS
fyrir lcrónu og viS gerSum áSur.
70 ára
Qisli Jndriðason
Þann 23. október s. 1. varð Gísli Indr-
iðason, bankaritari í Útvegsbanka Islands,
70 ára gamall og lét af störfmn fyrir ald-
urs sakir uni síðustu áramót.
Hann hóf störf í bankanum 19. des-
ember 1966, og hafði því að baki rúm-
iega sjö ára starfsferil í tJtvegsbankanum.
Hann starfaði aðallega í innheimtudeild
og víxladeild en einnig við móttöku gesta
í biðsal bankastjórnar.
Gísli Indriðason hóf þannig bankastörf
roskinn að árum, með mikla lífsreynslu og
margþætta starfssögu um áratugi í atvinnu-
og athafnasögu þjóðarinnar. Hann er vel
menntaður, fjölfróður og víðförull liefur
bann verið um ævina. Fyrir mörgum á-
liuga- og hugsjónamálimi hefur liann bar-
ist og ýmsum fengið áorkað til sigurgöngu.
Hér verður ekki æviþráður eða starfs-
saga Gísla Indriðasonar rakin.
Hinsvegar vil ég ekki að falli í gleymsku
BANKABLAÐIÐ — lð