Bankablaðið - 01.07.1974, Page 27

Bankablaðið - 01.07.1974, Page 27
bundin eru einstökum stofnununi sömu greinar. Eg ætla að lejda mér undir lokin að nefna liér tvö stórvægileg kjaramál, sem nafa liðið og orðið erfiðari viðfangs vegna þeirra sérhagsmuna sjónarmiða, sem oft liefur komið fyrir að ríkt hefur innan sambandsins. Hið fyrra er eftirlaunasjóðs- mál einkabankanna, sem hefur verið höf- uðverkur sambandsins um árabil, en væri löngu leyst, ef stéttarvitmid bankamanna væri nógu sterk til þess, að enginn þyrfti að fara í grafgötur með það, að eðlilegt væri að allir iiman stéttarinnar nytu sam- ræmdra kjara. Hið síðara er orlofsheimila mál, sein hvert og eitt starfsmannafélag hefur verið að bauka með í sínu liomi við misjafnlega hagstæðar undirtektir og að- stæður, í stað þess að þar gegndi samband- ið forystulilutverki svo allir félagar þess hefðu þar jafna möguleika og aðstöðu. Eg vil ljúka þesstmi orðum með því að i'ullyrða, að það mál, sem ég hef verið að reyna að gera hér nokkra grein fyrir — fullyrða að þar sé um stórmál að ræða, sem varði líf og styrk þessara samtaka og sé því þess vert að hugsa rækilega um, ekki bara hér heldur áfram, og liverjar sem niðurstöður verða hér, þá beri okkur að halda umræðum vakandi og stefna beri að því að niðurstöður fáist á næsta ári t-ða á allra næstu árum. SPAKMÆLI SkrifiS móSganir í sand, en klappiS vel- gjörSir í stein. (Arabískt máltœki) Frá skrifstofu SÍB Stjórn sambandsins hefur nú ráðið til starfa á skrifstofu samtakanna, Hilmar Viggósson, sem til þessa hefur unnið við Árbæjarútibú Landsbankans. Jafnframt hættir þá Sigurður Guttormsson störfum Ljá sambandinu. Við þessa breytingu verður starfstími skrifstofunnar lengdur og verður framvegis sem liér segir: Frá kl. 9—17 mánudaga, þriðjudaga, fiinmtudaga og föstudaga, en miðviku- daga frá kl. 13—19. Þeir, sem þyrftu að ræða mál sín við -krifstofuna, en gætu einhverra liluta vegna ekki notfært sér viðtalstíma mið- vikudagsins ættu að ræða við fram- kvæmdastjórann um annan tíma, sem lieppilegri væri, því hann þarf oft að vera á fundum og annast ýms störf úti í borg- inni. Framvegis mun ritstjórn Bankablaðsins verða í höndum framkvæmdastjórans og ber þeim, er senda vilja blaðinu greinar eða annað efni að koma því til skrifstof- unnar á þeim tíma er að ofan greinir. BANKABLAÐIÐ — 25

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.