Bankablaðið - 01.07.1974, Side 28
NÝTT EMBÆTTI
Félagsmálafulltrúi í Landsbanka íslands.
Nýlega liefnr baiikastjóm Landsbanka
Islands ákveðið að stofna nýtt starf í bank-
anum. Það er starf félagsmálafulltrúa.
Starf þetta mun eins og nafnið bendir til
fyrst og fremst verða bundið við margvís-
leg félagsmálastörf imian Landsbankans.
Starfið er ekki fullmótað en mun verða
mótað á næstu mánuðum. Vafalaust munu
mörg verkefni bíða til úrlausnar liinum
nýskipaða félagsmálafulltrúa. Það eru ein-
dregin tilmæli til allra starfsmanna Lands-
banka Islands, sem eiga við félagsleg
vandamál að stríða og telja að Lands-
bankinn væri líklegur til að liðsinna í
þeim málum að ræða við félagsmálafull-
trúann um vandamálin. Þá eru einnig kær-
konuiar hugmyndir um framtíðarskipan
þessara mála. Starfsfólk Landsbankans er
livatt til að bagnýta sér og ráðleggja vegna
þessa nýja starfs.
Hinn 1. júní s. 1. skipaði bankastjómin
Bjarna G. Magnússon félagsmálafulltrúa.
Verður liann til liúsa á 6 hæð í Hafnar-
livob og er á sömu liæð og afurðalánadeild
Landsbankans.
26 — BANKABLAÐIÐ
Bjarna G. Magnússon þarf ekki að kynna
fyrir lesendum Bankablaðsins. Hann befur
verið um áraraðir í stjórn Sambands ís-
lenskra bankamanna og formaður þess.
Ritstjóri Bankablaðsins í nær 30 ár. For-
maður Félags starfsmanna Landsbanka Is-
lands í mörg ár, auk margra annarra starfa
að félagsmálum. Þá hefur liami verið
deiblarstjóri í lilaupareikningi Landsbank-
ans í nær tuttugu ár.
Bankamenn óska liinum nýskipaða fé-
lagsmálafulltrúa velfamaðar í starfi.
Vænta verður þess, að fleiri bankar og
i’yrirtæki komi á eftir, því ömgglega em
næg verkefni fyrir slíkt starf víðar en í
Landsbanka Islands.
flefndir
á vegum S1TB
DA G VISTUNARHEIMILISNEFND.
A vegum S. I. B. er starfandi nefnd, sem
kannar möguleika á stofnun dagvistunar-
beimilis fyrir börn bankastarfsmanna.
Nefndin liefur þegar lialdið tvo fundi, en
bana skipa: Edda Svavarsdóttir, Guðbjörg
Gísladóttir, Guðm. Eiríksson og Hibnar
Viggósson.
FRÆÐSLUNEFND.
Stjórn sambandsins liefur skipað neð-
angreinda félaga í fræðslimefnd samtak-
anna: Jens Sörensen, Gunnar Björnsson og
Hilmar Viggósson.