Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 37
Fyrir nokkru barst hingað til Islands
harmafregn um að 0(ld Marthinsen, fyrr-
verandi ritstjóri norska bankablaðsins
„Bank” og starfsmaður norska banka-
mannasambandsins væri látinn.
Odd hafði verið starfsmaður norska
bankamannasambandsins frá því um árið
1950 og ritstjóri norska bankablaðsins. Áð-
ur var hann í þjónustu norskra banka.
Hann ritstýrði blaðinu tmi langt árabil og
hafði mikil afskipti af fræðslumálum
bankamanna. Hann stundaði nám við Den
hoyere bankskole og lauk þaðan prófi með
miklu lofi.
Odd hafði lokið miklu starfi í þágu
norskra og norrænna bankamaima, er
hann varð að láta af störfum fyrir nokkr-
um árum vegna mikillar vanheilsu.
Norska bankamannasambandið sýndi
Odd margs konar heiður og þakklæti fyrir
vel unnin störf. Hann var m. a. sæmdur
heiðursmerki sambandsins úr gulli, auk
góðra gjafa á eftirlaunaárum. Þá var bann
sæmdur beiðursskjölum vegna annarra fé-
lagsstarfa.
Odd var vel gerður maður, þrekinn að
vexti og traustur að vallarsýn. Traustur
vinur vina sinna. Hafði næmt auga fyrir
þeim, sem minna máttu sín og traustur
talsmaður þeirra. Ahugamál hans voru
inörg utan við dagleg verksvið. Hann var
mikill safnari, átti gott safn frímerkja og
myntar, auk annarra hluta sem höfðu söfn-
unargildi.
Odd átti gott og ánægjulegt heimili.
Kona hans, frú Astrid, var mild og á-
nægjuleg búsmóðir, sem unun var að
heimsækja.
Að leiðarlokum vil ég þakka Odd Mart-
hinsen ánægjuleg og góð kynni á heimili
hans í Oslo, svo og margar samverustund-
ir á fundum norræna bankamannasam-
bandsins. Þakka ánægjuleg samskipti í
einu og öllu og þá sérstaklega gott safn
norskra frímerkja, sem hann befur sent
mér við ýms tækifæri.
Konu lians, frú Astrid, og norskum
bankamönnum sendi ég samúðarkveðjur.
Bjami G. Magnússon.
Kvöld eitt síðla árs 1912 sátu meðlimir
hins fræga enska skákklúbbs, (Tlie City of
I.ondon Chess Club) álútir yfir marmara-
borðunum síuum, niðursokknir í bina f jöl-
breytilegu möguleika, sem manntaflið hef-
ur upp á að bjóða. Umliverfis stóðu nokkr-
ir liljóðlátir áhorfendur og fylgdust með
skákum meistaranna af áhuga. Meðal
þeirra var bandarískur ferðalangur og þar
BANKABLAÐIÐ — 85