Bankablaðið - 01.11.1978, Síða 8
kongress
REYKJAVIK
28.8-1.9 1978
NBU um atvinnuöryggi
Almennt markmið
Tryggja verður atvinnuöryggi bankastarfs-
manna. Atvinnuöryggi er ekki einungis trygg-
ing gegn uppsögn án eðlilegrar ástæðu. Breytt
vinnutilhögun leiðir einnig oft af sér öryggis-
leysi fyrir starfsmenn, svo og umhverfi og fé-
lagslegar aðstæður á vinnustað ásamt málum
er varða starfsmannastjórn.
Öryggismál, líkamleg sem andleg, skipta
einstaklinginn svo miklu máli, að allar aðgerð-
ir, sem hafa bein áhrif á öryggi í atvinnu,
verða að sitja í algjöru fyrirrúmi.
Tryggja verður að vinnu og vinnuaðstöðu
bankamanna verði ekki breytt í framtíðinni
án raunvernlegs samráðs við starfsmennina
sjálfa. Þá verður að fá tryggingu fyrir Jrví að
mikilvægar breytingar, m. a. vegna hagræðing-
ar og aukinnar sjálfvirkni, verði háðar með-
ákvörðunarrétti, og að þessi réttur sé tryggður
]>egar við upphaf ráðagerða um breytingar og
hagræðingaraðgerðir. Starfsmenn verða Jrví að
hafa möguleika á að fylgjast með þróuninni
og taka þátt í ákvarðanatöku frá byrjun.
Stefnuskrá
Með hliðsjón af ofangreindum markmiðum,
hvetur NBU aðildarsambönd sín til þess að
taka upp eftirfarandi í stefnuskrár sínar:
Að gert sé ráð fyrir möguleika á að fara á eftir-
laun fyrir lögboðinn aldur með samkomu-
lagi á milli banka og viðkomandi starfs-
manns.
Að tilflutningar í starfi og endurhæfing eldri
starfsmanna með skerta starfsgetu eigi sér
stað af mikili nærgætni og virðingu fyrir
þeim, sem um margra ára skeið hafa starf-
að í þágu viðkomandi banka. Þetta getur
Jrýtt að bankinn verði að fallast á tíma-
bundið offramboð vinnuafls og verði að
bjóða upp á fleiri starfsmöguleika við end-
urskipulagningu starfsliðsins.
Að bæði grunn- og framhaldsmenntun nái til
allra starfsmanna og sé í samræmi við Jrarf-
ir hvers og eins. Markmiðið á að vera að
allir hafi möguleika á að Jrróa hæfileika
sína.
Aðstjórn bankans og fulltrúar starfsfólksins
útbúi sameisinleoa resflur um heildar-
o o o
stefnu bankans í málefnum starfsmanna.
Allir starfsmenn fái upplýsingar um inni-
hald þessarar heildarstefnu. Heildarstefna
bankans um málefni starfsmanna á m. a. að
ákveða fjölda starfsmanna, stefnu fyrirtæk-
isins í ráðningarmálum, endurhæfingar-
starfsemina, menntun, sem og þær reglur
er gilda fyrir trúnaðarmenn og þátttöku
Jreirra í störfum fyrir einstök starfsmanna-
félög og samtök bankamanna.
8 BANKABLAÐIÐ