Bankablaðið - 01.11.1978, Page 15
Nýp skólastjóri
Bankamannaskólans
Frá 1. september sl. var ráðinn nýr skóla-
stjóri að Bankamannaskólannm í fullt starf,
en Gunnar Blöndal, deildarstj. í Búnaðarbank-
anum, hefur gegnt starfi skólastjóra frá stofn-
un skólans. Um stöðuna sóttn þrír. Ráðinn
var Þorsteinn Magnússon viðskiptafræðingur,
sem kennt hefur á reiknivélar við skólann frá
upphafi, en hefur annars kennt við Verzlnnar-
skóla Islands hagnýtar viðskiptagreinar, aðal-
lega bókfærslu.
Þorsteinn er fæddur 17. október 1933 í
Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verzlún
arskólanum árið 1955, og prófi í viðskipta-
fræðum við Háskóla íslands 1963. Eftir stúd-
entspróf starfaði hann hjá Magnúsi Kjaran,
heildverzlun, en jafnliliða háskólanámi hjá
Skrifstofuvélnm og hjá Iðnaðarmálastofnun ís-
lands. Strax að afloknu háskólaprófi hóf hann
störf við Verzlunarskólann. Ank þess hefur
hann kennt við ýmsa aðra skóla á námskeið-
um, s. s. Stjórnunarfélags íslands, viðskipta-
deild HÍ, Bréfaskólann og Einkaritaraskólann.
Hann hefur á seinni árum mikið starfað fyrir
yfirvöld menntamála við skiptdagningu við-
skiptabrauta í framhaldsskólum og hinum
nýju fjölbrautarskólum, og annast m. a. samn-
ingu kennslubóka, einn og í hópi með öðrum,
í ýmsum verzlunargreinum. Kennslubækur í
bókfærslu hefur hann samið, sem notaðar eru
víða í skólum. Sem sumarvinnu hefur hann
m. a. starfað við fararstjórn erlendis og stjórn-
sýslnstörf fyrir daggjaldanefnd sjúkrahúsa.
Þorsteinn er kvæntur Þórdísi Þorgeirsdótt-
ur og eiga þau þrjú börn.
Samband íslenskra bankamanna býður Þor-
stein Magmisson velkominn í hið nýja starf.
Þorsteinn Magnússon, skólastjórí Bankamannaskólans.
BANKABLAÐIÐ 15