Bankablaðið - 01.11.1978, Side 18
FMEBSLUSTARF SIB
Stjórn SÍB hefur samþykkt áætlun um
fræðslustarf á vegum sambandsins næstu
mánuöi. Haldið verður áfram þar sem frá var
horfið sl. vor, en jafnframt er gert ráð fyrir
ýmsum nýjungum.
Sumt af því sem hér er greint frá mun þeg-
ar hafa komið til framkvæmda þegar blaðið
kemur út.
Fundur með formönnum starfsmannafélag-
anna 26. september sl.
Rætt var almennt um túlkun kjarasamninga
og ágreiningsmál sem upp hafa komið.
Þá var rætt um röðun starfsmanna í launa-
flokka. Gerður var samanburður á röðun í
launaflokka milli einstakra banka. Reynt var
að safna sem ítarlegustum upplýsingum um
röðunarmál almennt, sem m. a. mætti nota til
leiðbeiningar við kröfugerð fyrir næstu kjara-
samninga SIB.
Ndmskeið fyrir trúnaðarmenn á vegum SÍB og
FSLÍ 2S. september sl.
Námskeiðið var haldið á skrifstofu SÍB. Á
námskeiðið voru mættir nær allir trúnaðar-
menn Félags starfsmanna Landsbanka íslands
auk stjórnarmanna. M. a. var rætt um starf og
skipulag SÍB, lög SÍB, trúnaðarmenn, réttar-
stöðu þeirra og starf og samningsrétt SÍB. Síð-
ari hluta dagsins voru kjarasamningar SÍB
ræddir, skýrðir og túlkaðir.
Námskeið fyrir trúnaðarmenn SÍB 17., 1S. og
19. október sl.
Fundarstaður skrifstofa SÍB. Hér er boðið
upp á tvö til þrjú námskeið fyrir trúnaðar-
18 BANKABLAÐIÐ
menn eftir því sem þurfa jrykir. Námskeiðið
er fyrst og fremst ætlað nýjum trúnaðarmönn-
um. Farið er í undirstöðuatriði starfa trúnað-
armanns, starfsemi SÍB og félaganna, skýringn
og túlkun gildandi kjarasamninga o. fl.
Námskeið fyrir trúnaðarmenn úti á landi 25.
og 26. október
Haldin verða sams konar námskeið fyrir
trúnaðarmenn úti á landi eftir því sem óskað
verður.
Ráðstefna um tölvuþróun i bönkum 7.-S. des.
Fundarstaður skrifstofa SÍB. Gert er ráð fyr-
ir að erindi verið flutt um tölvuvæðingu í
bönkum á íslandi, menntunarmál banka-
manna með tilliti til tölvuþróunar, þróun
rnála á hinum Norðurlöndunum og viðhorf
SÍB. Að því loknu verður unnið í hópvinnu,
en jress á milli verður safnast saman til al-
mennra umræðna.
Gert er ráð fyrir heimsókn í Reiknistofu
bankanna og loks verði niðurstöður kynntar
og ræddar.
Námskeið í hópefli og framhaldsnámskeið
fyrir trúnaðarmenn SIB
Námskeið þetta er í undirbúningi og er fyr-
irhugaður fundartími janúar eða byrjun fe-
brúar 1979.
Um helmingur af námskeiðstímanum yrði
varið í það sem nefnt hefur verið hópefli, leið-
beinandi yrði Gunnar Árnason sálfræðingur.
Viðfangsefni hópeflis er að fjalla um störf í
Framh. á bls. 20.