Bankablaðið - 01.11.1978, Side 19

Bankablaðið - 01.11.1978, Side 19
Agreiningsmál fyrir Kjaranefnd Kjaranefnd fjallar um ýmis ágreiningsmál sem upp koma varðandi túlkun og framkvæmd kjarasamninga. í nefndinni eiga sæti 3 fulltrú- ar frá SÍB og 3 frá bönkunum. Kjaranefnd hefur haldið nokkra fundi þar sem rædd hafa verið ýmis ágreiningsmál sem upp hafa komið varðandi kjarasamninga og vísað hefur verið til SÍB. Hér á eftir eru rakin þau mál sem niðurstaða hefur fengist um: I. Lágmarksútkall. Gr. 2.3.4. Grein 2.3.4. hljóðar svo: „Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup fyrir a. m. k. 3 klst. á virkum dögum og a. m. k. 5 klst. á laugar- dögum, sunnudögum og sérstökum frídögum, nema reglulegur vinnutími hefjist innan 3 eða 5 klst. frá því að liann fór til vinnu. Sú spurning kom upp, hvort þessi grein ætti við í öllum tilfellum og var gerð svofelld bók- un í Kjaranefnd: „Samkomulag er um, að grein 2.3.4. eigi við um hvers konar yfirvinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu starfsmanns, nema reglulegur vinnutími liefjist innan 3 klst. frá því starfsmaður fór til vinnu.“ Samkvæmt þessu ber að greiða 3 eða 5 klst. í öllum tilfellum þegar um útköll er að ræða á þeim tímum sem um ræðir í greininni. II. 5 og 6% álag. Gr. 1.1.8. Grein 1.1.8. er eftirfarandi: „Starfsmaður, sem starfað hefur í 10 ár í banka, skal fá 5% álag á laun þau, sem hann fær skv. 1.1.2. Eftir 15 ára starf verði álag þetta 6%.“ Spurning getur verið um túlkun greinar- innar, þegar starfsmaður hefur unnið hluta úr starfi. Ber t. d. starfsmanni, sem gegnt hef- ur hálfu starli i' 10 ár og fer þá í fullt starf, 5% álag á full laun eða aðeins hluta þeirra? I Kjaranefnd var gert svofellt samkomulag um málið: „Starfsmaður, sem gegnir eða gegrrt hefur hluta úr starfi, þó ekki minna en hálfu starfi, ávinnur sér rétt til álags samkvæmt grein 1.1.8. á sama hátt og starfsmaður í fullu starfi.“ Samkvæmt þessu skiptir því ekki máli þó starfsmaður hafi ekki verið í fullu starfi. Hann ávinnur sér engu að síður rétt til 5 og 6% álags á sama hátt og hann hefði gegnt fullu starfi. III. Barnsbnrðarleyfi. Gr. 7.6.1. Agreiningur varð um rétt konu til barns- burðarleyfis, sem hafði veikst nokkru fyrir barnsburðinn og lagt fram læknisvottorð þar um. Spurning var, hvort hún hefði eytt hluta af barnsburðarleyfinu þann tíma sem hún var veik fyrir barnsburðinn. Samkomnlag varð um það í Kjaranefnd, að kona þessi ætti rétt á óskertu barnsburðarleyfi (3 mán.) eftir fæðingu barnsins, enda hafði hún sannað veikindi sín fyrir barnsburðinn með læknisvottorði. IV. Vinna í livöldmatartima milli kl. 19 og 20 Grein 2.3.3. „Sé unnið í matar- og kaffitíma þannig að vinnuhlé nái ekki fullum umsömdum tíma, BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.