Bankablaðið - 01.11.1978, Qupperneq 20

Bankablaðið - 01.11.1978, Qupperneq 20
skal matar- eða kaffitíminn greiðast með yfir- vinnukaupi. Matar- og kaffitímar á yfirvinnu- tímabili, sem unnir eru, greiðast sem viðbót við yfirvinnutíma, svo og matar- og kaffitím- ar í yfirvinnu, sé unnið að fremri mörkum þeirra.“ Agreiningur varð um, hvernig greitt skuli: A) Þegar unnið er fram til kl. 19 í yfirvinnu þar sem unnið er að sérstökum verkefnum. B) Þegar unnið er til kl. 19 að lokinni síðdeg- isvakt að daglegum verkefnum (við uppgjör). Miklar umræður fóru fram um túlkun á grein þessari, það er hvort allur matartíminn skuli greiddur þegar unnið er fram til kl. 19. Lagður var fram sem umræðugrundvöllur sameiginleg tillaga til lausnar málinu og var þessi hugmynd kynnt á fundi Samvinnunefnd- ar bankanna 17. mars sl. Samvinnunefndin hafnaði tillögunni og því að semja sérstaklega um málið. Fulltrúar í Kjaranefnd urðu á næsta fundi Kjaranefndar sammála um svofellda bókun: „Fulltrúar í Kjaranefnd eru sammála um, að í bókun Samvinnunefndar felist að greitt skuli skv. grein 2.2.3. lokaákvæði.“ í þessu felst, að hvenær sem unnið er fram til kl. 19 skal allur matartíminn greiddur. Spurning getur þó verið um þá starfsmenn, sem hafa umsaminn vinnutíma til kl. 19.15, en fulltrúum SÍB þykir eðlilegt, að allur matar- tíminn skuli greiddur sé unnið fram yfir um- saminn vinnutíma, kl. 19.15. Uppgjör á orlofi Ágreiningur hefur verið milli SIB og bank- anna um, hvernig gera skuli upp orlof starfs- manna sem hætta störfum og tekið hafa orlof eftir áramótareglunni svonefndu. Áður miðað- ist orlofsárið við áramót, þannig að starfsmað- ur sem byrjaði t. d. 1. janúar, fékk fullt orlof það árið, en ef starfsmaður hætti t. d. á miðju ári, 1. júlí fékk hann aðeins greitt helming þess orlofs sem hann annars hefði átt. Með kjarasamningum árið 1976 var um Jrað samið, að orlofsárið skyldi ekki lengur miðast við áramót, heldur skyldi það hefjast 1. maí. í þessu felst, að til Jaess að starfsmaður njóti orlofsréttar til fulls, t. d. nú í ár, Jrarf hann að hafa unnið frá 1. maí 1977 til 30. apríl 1978, eða allt orlofsárið á undan. Á fundi kjara- nefndar 19. október sl. var svofelld bókun gerð um þetta mál: „Samkomulag var um, að sérhverjum starfs- manni sem lætur af störfum skuli greitt orlof skv. orlofsári kjarasamnings og orlofslaga.“ í þessu felst, að starfsmenn sem tóku orlof eftir „áramótareglunni" skuli fá uppgert orlof skv. núgildandi reglum sbr. kjarasamning sbr. 4.3.1. er þeir láta af störfum.“ Ági'einingsmál af þessu tagi eiga því að heyra sögunni til, og skulu allir starfsmenn sem láta af störfum fá uppgert orlof miðað við sl. orlofsár áður en þeir láta af störfum, þ. e. 1. maí til 30. apríl. Framh. af bls. 18. starfshópum, nefndum og stjórnum, hvernig það verði best skipulagt og um ýmis lögmál sem þar gilda. Síðari hluti námskeiðsins yrði nokkurs kon- ar framhaldsnámskeið af fyrri námskeiðum þar sem m .a. yrði fjallað um: a) Samningsréttinn. Flvað má læra af gangi mála við síðustu kjarasamninga. b) Meðferð ágreiningsmála. c) Eru trúnaðarmenn nógu virkir? d) Hópvinna. Lögð verði áhersla á að leysa til- búin túlkunarvandamál kjarasamninganna í hópvinnu og síðan verði farið sameigin- lega yfir niðurstöður og þær ræddar. Áætlað er að námskeiðið standi í 3 daga. Málfundanámskeið í athugun er að efna til sérstaks málfunda- námskeiðs Jrar sem farið verði í meginreglur fundarskapa og fundarstjórnar og Jrjálfun í ræðumennsku. Gert er ráð fyrir 10 tíma nám- skeiði, 5 skipti á tímabilinu kl. 17-19. 20 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.