Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 5
 hér. Hann slær m.jög léttan rhythma og notfærir sér margbreytileik hans. Sólóar hans eru nokkuð misjafriar, hann hefur miklar „ideur“, en skortir nokkuð teknik til að koma þeim öllum í framkvæmd. Sumarið 1946 fór Trausti til Danmerkur > heimsókn til ætting.ja sinna, og dvaldist hann þar um mánaðartíma. Notaði hann tækifærið til að læra eitthvað á guitarinn °g fékk nokkra tíma hjá George Manson, sem er álitinn vera einn bezti danski guitar- leikarinn. Hann notaði líka hvert tækifæri, sem gafst til að hlusta á guitarleikara og hljómsveitir, en þar sem Svíar sækjast mjög eftir að fá danska hljóðfæraleikara til að leika á baðströndum Svíþjóðar á sumrin, gat hann ekki hlustað á aUa þá beztu. Af hljómsveitunum fannst honum mikið koma til quintets hins fræga guitar- ista, Helga Jacobsen, en hljóðfæraskipun hans er: sóló-guitar, rhythma-guitar, bassi, píanó og fimmti maðurinn er með vibra- fón og klarinett. Af einstaklingum fannst honum Svend Asmussen beztur, en hann er sagður vera einn allra bezti jazz-fiðlari heimsins. Trausti hlustar mikið á plötur, og á gott Plötusafn, og langar mig að sk.jóta hér inn smásögu í sambandi við það. Þegar hljóm- sveit Buddy Featherstonhaugh var hér, kynntist hann guitarleikara hennar, Don Fraser, og bauð hann honum heim til sín til að hlusta á plötur. En svo óheppilega vildi til, er Fraser fékk sér sæti að hann settist á plötubunka og brotnuðu allar plöt- urnar í honum, en þær voru flestar með King Cole tríóinu. Aumingja Fraser vissi ekki hvað hann átti af sér að gera, en ekki týddi að sakast um orðinn hlut. „Annars var nú meiningin að leika fyrir hann King Cole plöturnar", sagði Trausti við mig bros- andi. Trausti á engan sérstakan uppáhalds guitarleikara, að undanteknum Charlie heitnum Christian. En hann er samt sem áður hrifinn af mörgum. Svo sem Les Paul fyrir yfirnáttúrulegan hraða og teknik, Tiny Grimes fyrir leik sinn í Art Tatum tríóinu, Allan Reuss fyrir góðan rhythma- leik, Mike Bryan fyrir góðar sólóar og létt- an rhythma með Benny Goodman sextettin- um og að lokum Billy Bauer og Bill De- Arango, sem báðir eru be-bop leikarar og þeir beztu í þeim stíl. Hann hefur lengi verið hrifinn af hljómsveit Count Basie, því þar var án efa bezti rhythminn í stórri hljómsveit. Trausti hefur ekki hlustað mikið á be- bop, en það sem komið er líkar honum vel við og finnst mikið koma til snillinganna Gillespie og Parker. Af nýrri hljómsveitunum finnst honum Woody Herman og Ray McKinley beztir. Honum finnst margt gott sem Harry Parry sextettinn gerir, þó þeim sé ekki samlíkj- andi við Goodman sextettinn, sem hann þreytist aldrei við að hlusta á. Þótt Trausti hafi nú fyrir stuttu hætt að leika opinberlega, er langt frá því, að hann hafi lagt guitarinn á hilluna. Aðal- áhugamál hans er að sigla út, helzt til Danmerkur eða Svíþjóðar til að fullkomna sig á hljóðfærið, þar sem þess er ekki kost- ur hér heima. Ég vona að hann þurfi ekki að bíða lengi eftir brottfarardeginum og eigi eftir að láta aftur til sín heyra hér heima, því ég efast ekki um að margir sakna Trausta úr jazzlífi bæjarins. — H. S. jazzLfaÁiÁ 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.