Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 9
saxafónn cf einhver veit ekki á hvaða hljóð- færi Parker leikur). Dizzy Gillespie lék í næsta klúbb og- sagði Gunnar að þó hann hefði haft tækifæri til að fara þangað, þá hefði hann ekki gert það, því hann treysti ser ekki til að melta meir af slíku í bili. Þessi fyrstu raunverulegu kynni Gunnars af be-bop, höfðu hin skrítnustu áhrif á 'lann. Hann vissi vart hvernig hann átti að slcilja þetta. En sagan segir, að þess °ftar, sem maður heyri be-bop leikið, þess betra finnst manni það. Svo fór og með Gunnar, því nú finnst honum be-bop öllu framar. — Daginn eftir hélt Gunnar til Californíu. Honum tókst að ná í góðan kennara, er ^ann kom til Los Angeles, sá heitir F. ^tokes, og hefur leikið í m. a. Los Angeles I’hilharmoníu hljómsveitinni. Gunnar dvald- ^st hjá kennara þessum alla sex mánuðina °S var hann aðallega látinn æfa tóninn. feknik, sagði kennarinn, að hann þyrfti ekki að æfa næstu fimm árin. Gunnari gafst fskifæri til að leika með amerískum hljóð- færaleikurum, meðan hann var úti. Hann lék { hljómsveit leikhúss nokkurs í Holly- 'vood, í sex vikur. Hann kvaðst hafa lært rnikið á þessu. Þeir léku hvernig músik, sem yerkast vildi, þó aðallega klassik og reið a að geta lesið nótur hindrunarlaust, því °ft og tíðum urðu þeir að leika lögin án andirbúnings. Hann hlustaði á margar jazz-hljómsveit- lr, er hann var úti, en þó aðallega litlar hljómsveitir, sem hann tekur langt fram yfir þær stóru. Hann sá quintet Louis Armstrong og fannst honum þeir verulega góðir. Sér- staklega þó trommuleikarinn Sid Catlett °ff klarinettleikarinn Barney Bigard. Einn- 'ít sá hann Slam Stewart tiíóið og fannst honum Beryl Booker skemmtilegur sóló- Isti. Slam sjálfur, segir Gunnar að sé töfra- •uaður, því það, sem hann gerir á hljóðfæri S!tt gengur kraftaverki næst. Eitt sinn var hann viðstaddur jam-sess- !°n, þar sem be-bop leikarar léku eingöngu. Hhythminn hélt áfram endalaust, en hirtir yuisu sólóistar á blásturshljóðfærin stóðu upp og léku þangað til þeir gátu ekki meir, þá tók sá næsti við. Er Gunnar kom við í New York á leiðinni heim, kom hann í klúbb Eddie Condon’s. Uppáhalds klarinett- leikari hans, Peanuts Hucko, lék þar ásamt fleirum og buðu þeir Gunnari að leika með, en hann var því miður ekki með hljóðfæri sitt með sér. Aftur á móti lék Einar Mark- ússon með þeim nokkur lög. Hann var einnig á heimleið eins og Gunnar. í Condon klúbbnum er eingöngu leikinn Dixieland-jazz, sem Gunnar kveðst, við nán- ari yfirheyrslu, halda engu minna upp á en be-bop. Gunnar varð að hætta námi eftir svo stuttan tíma sökum gjaldeyriserfiðleika, en hann hefur stóran hug á að sigla aftur í haust og þá til Englands. „Ætlunin er að leggja stund á klassiska músik“, segir Gunnar, „en ég vil ekki fara að leika hana neitt verulega fyrr en ég hefi aflað mér meiri leikni á hljóðfæri mitt“. Honum finnst miklar breytingar hafa orðið á jazzlífinu hér heima þessa sex mán- uði, sem hann var burtu. Nýjar hljóm- sveitir, nýir menn. Honum finnst píanóleikarinn Árni Elvar mjög efnilegur og Gunnar Ormslev, afar góður á tenór-saxafón, miðað við hversu stutt hann hefur leikið á hljóðfærið. Gunnar mún leika hjá Birni þangað til hann fer utan í haust og æfir nú hljóm- sveitin af kappi. Ef öll lögin eru eins vel 'leikin og „That’s a Plenty“, þá mega þeir vera vel ánægðir með útkomuna. S. G. Adkomumaður: Ég er kominn til að stemma píanóið. . Píanóleikarinn: En ég hefi alls ekki sent eftir yður. Aðkomumaöur: Ég veit það, en nágrann- arnir gerðu það. ^azMaÍií 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.