Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 7
Margir hverjir liafa ekki önnur tækifæri
til ad heyra „jazz“, en að hlusta á dans-
iögin í útvarpinu, þar sem leiknar eru væg-
ast sagt hund leiðinlegar plötur, sem standa
eiginlega mitt á milli þess að vera jazz
°S klassisk músik. Útvarpið gerir sitt til
að rugla fólk í mismuninum á jazz og dæg-
Ul'lögum, m. a. með því að klessa inn í
danslagaþáttinn jazzlögum mitt á milli
sænskra gluntasöngva og norskra harmón-
’kkusólóa. Það er því ekki að undra þótt
aheyrendum líki ekki „jazzinn". Eini ljósi
Punkturinn í starfsemi útvarpsins á þessu
s_viði er það kortér á viku, sem Jón M.
Arnason hefur fyrir jazzþátt sinn. Því er
a® jafnaði vel varið, en hvað megnar eitt
kortér móti öllum þeim klukkutímum, sem
dægurlög og önnur þau, sem eiginlega eru
hvorki klassisk eða j azz, hafa yfir að ráða.
k'að minnsta, sem hægt er að fara fram á,
er jazzþáttur einu sinni á dag, minnst kort-
er í einu, eins og hver einasta nágranna-
t.ióð okkar hefur í sinni útvarpsdagskrá.
þeirri aukningu jazztímanna væri strax
stigið stórt spor í áttina til að kynna jazz-
1,1 n fyrir fólkinu, og þá fyrst geta menn
talað um liann og lagt dóm sjnn á hann,
er þeir hafa kynnst honum af eigin reynslu.
kjg tel það vafasamt að nokkur myndi verða
k'l þess að leggja misjafna dóma á hann
Þá. a. m. k. hefi ég aldrei heyrt nokkurn
mann, sem hefur eitthvað kynnt sér jazz-
músik, segja nokkuð styggðaryrði um hana.
Islenzkir jazzmúsikantar hafa lagt sinn
skerf til útbreiðslu jazzins hér með jam-
sessionum, sem hafa verið ágætlega sóttar.
Arangurinn af þeim ásamt jazzþætti Jóns
útgáfu jazzblaða og yfirleitt mun fjöl-
úreyttara jazzlífs Reykjavíkurbúa síðast-
Hðið hálft ár er þegar farinn að gera vart
við sig og á áreiðanlega eftir að sýna sig
1 rikara mæli í framtíðinni. Því að nú fyrst
standa allir íslenzkir jazzistar saman gegn
aróðri þeirra, sem niðurlægja jazzmúsik,
aí því að þeir hugsa sem svo: „Úr því að
e& get ekki skilið hann, er hann ómögu-
legur“, alveg eins og refurinn í dæmisög-
unni sagði þegar hann sá fullþroskuð vín-
Her hanga hátt upp í tré, langaði mikið
i þau, en gat ekki teygt sig nógu hátt til
að ná þeim. „Þau eru súr“, sagði hann og
lallaði burt með lafandi rófu.
Sumir hafa haldið því fram, að við ís-
lendingar séum of rólyndir menn að eðlis-
fari til að vera móttækilegir fyrir jazz. Þar
kemur einmitt fram eitt atriði enn í sam-
bandi við jazzinn, þar sem algerlega er
eyða í vizku allflestra. Þeir halda sem sé
að jazzinn verði að vera eitthvað æst og
liratt, og minnast í því sambandi oft á
dansinn jitterbug. Þessi kórvilla verður að-
eins leiðrétt hjá hverjum fyrir sig með
því að hlusta á jazzplötur, en viðkomandi
dansinum, skal þess getið, að jazzmúsikin
er í raun og veru aðeins til að hlusta á,
a. m. k. að áliti jazzunnenda, en það hlut-
verk hennar að vera notuð til að dansa
eftir er aðeins aukahlutverk. Annars verða
þeir sem játa það að „margt sé líkt með
skyldum“, að viðurkenna það, að Islending-
um er alveg eins fært að taka á móti og
melta jazzinn, eins og frændum vorum Sví-
um og Dönum, sem eiga mikið af góðum
jazzistum og meta þá músik ekki lítils.
Hjá Norðmönnum situr harmónikkan ennþá
í hásæti, eins og hún gerir reyndar hér
líka (aðallega út um land), en völd hennar
þverra nú óðum.
Að endingu vil ég láta í ljós þá ósk mína
að jazzlífið hér í bæ og jazzáhugi á land-
inu eigi eftir að vaxa eins ört í framtíð-
inni, eins og hann hefur vaxið undanfarna
mánuði.
Síðustu fréttir.
Be-bop hljómsveit hins fræga ameríska
trompetleikara Dizzy Gillespie, sem verið
hefur í hljómleikaför undan farnar vikur
í Evrópu, hélt hljómleika í Kaupmannahöfn
í miðjum febrúar.
Hljómleikarnir stóðu yfir í fjóra tíma.
Helztu stjörnur hljómsveitarinnar voru auk
Dizzy, Bongo (trommu) leikarinn Pozo
Gonzales, bassaleikarinn A1 McKibbon og
trommuleikarinn Kenny Clark.
IzdiJiá 7