Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 12
Svavar Gests:
FRÉTTIR o9 FLEIRA
INNLENT.
Útvarpið. Um leið og Jazzþætti Ríkisút-
varpsins fer aftur (þriðju)dag frá (þriðju)
degi fer danslagaþátt'unum fram. Fram-
farirnar liggja aðallega í því, að nú fá
landsmenn að heyra í sínum eigin hljóm-
sveitum, annað hvort útvarpað beint frá
samkomustöðunum eða þá úr útvarpssal,
og svo í þriðja lagi af plötum. K.K.-sex-
tettinn lék átta lög inn á plötur fyrir út-
varpið í miðjum febrúar og heppnuðust
þær vel. Hljómsveit Björns R. Einarssonar
hefur leikið inn á plötur fyrir útvarpið
síðan. Haukur Morthens söng fáein lög,
einnig inn á plötur og lék Baldur Kristj-
ánsson undir. Haukur syngur prýðis vel,
en meiri heildarsvipur hefði þó orðið á
þessu, ef hann hefði getað haft fullkomn-
ari rhythma með. Þ. e. a. s. auk píanósins,
að minnsta kosti bassa og trommur, en
það mætti segja mér að slíkt hafi verið
„of kostnaðarsamt" fyrir sjálft Ríkisút-
varpið.
Bíó-fréttir. Framvegis verður í dálkum
þessum birt yfirlit yfir músik-myndir þær,
sem kvikmyndahúsin í Rvk. munu sýna í
mánuði þeim, sem blaðið kemur út í. I.ítið
sem ekkert hefur borizt til landsins und-
anfarið af kvikmyndum, svo það er ekki úr
miklu að spila.
Austurbxjarbíó mun ekki sýna neina
músikmynd í þessum mánuði, en aftur á
móti hafa þeir þrjár aukamyndir, sem þeir
munu sýna með öðrum myndum. I mynd-
um þessum koma fram hljómsveitir þeirra
Johnny Long, Larry Clinton og svo Hawaii-
hljómsveit Ditík Mclntire.
Gamla bíó mun sýna mynd er nefnist
„Till the clouds roll by“. Hún er byggð á
ævisögu hins vinsæla tónskálds Jerome
Kern. Hann samdi eins og kunnugt er „Ol’
man river“, „Long ago and far away“, og
mörg fleiri þekkt lög og eru 23 þeirra leik-
in og sungin í myndinni.
Söngvarar, sem koma fram í myndinni
eru: Frank Sinatra, Tony Martin, Lena
Horne, Virginia O’Bryan og Kathryn Gray-
son. Aðra mynd mun Gamla bíó sýna og
nefnist hún „Easy to wed“. Þetta er dans-
og söngvamynd með þeim Esther Williams
og Van Johnson í aðalhlutverkum. í mynd-
inni eru tíu lög, leikin af Etel Smith og
sungin af Carlos Ramires og fleirum.
Nýja bíó hefur þrjár myndir á prjón-
unum, sem þeir vonast til að geta sýnt í
þessum mánuði. Sú fyrsta heitir „Cuban
Pete“, sem er dans- og söngvamynd. í
myndinni koma fram: King systur, Ethel
Smith og rhumba hljómsveit Desi Arnaz.
Um tíu lög eru í myndinni. Næsta mynd
heitir „Swing out sister", sem er skemmti-
mynd með þeim Franches Raeburn (hún
leikur söngkonu) og Rod Cameron (hann
leikur klassiskan músikant, sem þráir að
leika jazz) í aðalhlutverkum. Fjöldi laga
er í myndinni, svo sem „Only on dreams",
sem byggt er á „Keisara-valsi" Jóhanns