Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 17
hafa verið hægðarleikuv að fá vinnu við benzínafgreiðslu, því að hann var svo sem uógu laglegur. En þetta er bara eitt s.jónarmið, og ekki það rétta sem hér á við. Hann hefði getað, ef hann hefði haldið sér við skólann og réttir aðilar hefðu fengið áhuga fyrir hon- um (kennarar eiga oft upptökin að fram- tíðaratvinnu manns, ef þeir taka eftir sér- stökum hæfileikum) — hann hefði getað orðið það sem hann nærri var, maður, sem hefur eitthvað þýðingarmikið til málanna að leggja. En sú staðreynd, að hann lét ekki sjá sig í gagnfræðaskólanum í nærri því heilt ár og að úr því fann hann sig nauðbeygð- an til að leika lausum hala áfram, gerir ailar bollaleggingar gagnslausar. Það sem hann gerði, var í sjálfu' sér ágætt. Það er ósköp ljúft að hugsa sér dreng, nýorðinn fjórtán ára, mæta í Allra- súlnakirkju á hverjum degi, stundum klukk- an sex á mornanna, æfa sig á píanóið í horninu, minna á Hina heilögu Sessilíu, nema hann var ljóshærður, lítill og hold- grannur. Hann var svo sem ekki beint lík- ur Hinni heilögu Sesilíu, en minnti samt á hana, úr því að hann gaf sig svona mikið að tónlist. Hann vék ekki út af þeim vegi, sem hann valdi sér. Hann settist og tók hvert lag út af fyrir sig. Þegar hann var búinn með eitt, opnaði hann bókina á öðrum stað, af handahófi, og byrjaði á því næsta. Þetta handahófsval hans var eina tækifærisat- riðið í vinnubrögðum hans. Allt annað gekk í réttri röð, sem hann tamdi sér á fyrstu þrem dögunum og hvarflaði ekki frá upp frá því. Fyrst lék hann lagið með hægri hendi — röddina — til þess að festa sér lagið í minni. Síðan tók hann hvert atriði út af fyrir sig, t. d. fyrstu laglínuna, hægri hönd sér, vinstri hönd sér, felldi þær síðan saman og hélt því áfram unz allt var í stakasta lagi, og sneri sér síðan að næstu lagtínu. Og þegar hann hafði gert hverri einustu laglínu þessi skil, felldi liann allt í heild og lék það aftur og aftur, þangað tit það var rétt. Fyrst í stað fóru nærri tveir dagar í það fyrir honum að læra hvern sálm. Eftir mánuð komst hann af með einn klukkutíma. Þá hætti hann handahófsval- inu og fór að kjósa sér og taka eitt lagið fram yfir annað. Hann var þá farinn að taka eftir því, að sumir sálmarnir voru betur stílaðir en aðrir. Einn rakst hann til dæmis á, og liann var nú ekki allur þar sem hann var séður, virtist ósköp ein- faldur í fyrstunni. Hann hét „Adeste Fideles", og það fór hávaðinn af tveim dögum í að ná honum ú hljóðfærið, en þegar það loks var fengið, féll honum betur við þennan sálm en alla hina, þrátt fyrir hið útlenzkulega nafn. Það var nú bara hreinasta hundaheppni, að hann skyldi ekki rekast á einhvern úr Allrasálnasöfnuðinum fyrr en raun varð á. Hann reyndi ekki hið minnsta að forðast þá. I sannleika hvarflaði það aldrei að honum, eftir að hann var farinn að langa til að læra á píanó, að kirkjan væri nokkuð annað en herbergi með píanói í. En hún var nú annað meira. Þeir höfðu samkomur þarna tvö kvöld í viku og allan sunnu- daginn og kvöldið með. Hann fór á mis við þá á sunnudögum, af því að frænka og frændi voru þá vanalega heima og hann taldi sér skylt að halda sér líka heimavið. Og hann fór aldrei í kirkjuna á kvöldin, af því að hann hafði aldrei komizt að því hvernig átti að kveikja ljósin í salnum. En hann gat ekki flotið þannig á heppn- inni til eilífðar, enda kom það á daginn. Einu sinni síðla um eftirmiðdag komu ask- vaðandi einir fimm eða sex snemmendis- jálkar og gerðu heilmikið veður út af að finna hann þarna. Þeim féll það svo sem ekki miður, heldur þvert á móti dauðklæj- aði þá af forvitni. Rikki sat við píanóið og lék ljómandi vel og heyrði ekki einu sinni, þegar þeir komu inn. Hann hallaði undir flatt, munnurinn lagðist í skeifu og hárið á honum fékk bjarma af síðasta sólargeisl- anum, sem lagði inn um gluggann. Sumir hefðu tekið þetta sólglit fyrir geislabaug, og einmitt það gerði þessi hersing, hvað sem tautaði. Þeim kom strax í hug, að Rikki væri engill, og ekki aðeins það, held- JaMiá 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.