Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 18
ur líka, að það væri með ásetningi, að hann
birtist í Allrasálnakirkju — og þá senni-
lega til þess að gefa þeim einhverjar fyrir-
framupplýsingar um Endurkomuna. Þeir
gengu nú til verks með þetta í huga að
reyna að toga einhvern Boðskap út úr hon-
um. Þeir höfðu allir höndlað neistann, sem
fylgir trúflokkum af þessu tagi og kyntur
er undir guðsdýrkun þeirra, og þeir gengu
allhart að Rikka, og vildi hver og einn
óður verða fyrstur til að fá söguna. Þeir
gerðu óskaplegan hávaða, þótt ekki væru
þeir margir, og Rikka varð við eins og
ræningjar hefðu vakið hann af sætum
svefni.
Þessi Allrasálnahópur var hið merkilegasta
fyrirbrigði, og trú þeirra var hið hagleg-
asta sambland af andatrú, blindtrú, beinu
sambandi, særingum og djöflaútrekstri.
Satt að segja voru þeir einu sinni dregnir
allir með tölu til yfirheyrslu, eftir að þeir
höfðu reynt að útreka illan anda úr einum
trúbróðurnum með húðstrýkingu. Þeir bók-
staflega slóu djöfulinn úr náunganum, en
sá síðarnefndi lét lífið. Málið var loks lát-
ið niður falla, af því að ekki voru nægar
sannanir fyrir hendi, en sálirnar gátu þag-
að furðulega, þegar þörf gerðist. Það var
holt fyrir Rikka, að hann skyldi ekki þekkja
til þessarar sögu nú, þegar hann komst
fyrst í tæri við þessa fugla, hann var nógu
dauðhræddur samt. Hann gat ekki komið
upp orði í vitrunarstíl, svo að þeir misstu
allan áhuga á honum og fóru að gera sér
sjálfir upp einhvern boðskap. Endirinn varð
sá á öllu þessu, að þeir tóku að vaða fram
og aftur um salinn, æpandi og vælandi.
„Lofið drottin! Ég hefi lifað óskaplegu
lífi!“
Rikki var alllengi að ná sér. Hann fór
að reyna að herma eftir hinum og varð
ágengt. Hann fór til einnar af konunum,
þeirrar sem virtist vera fyrirliðinn, og
sagði í kurteisi og trúnaði. „Afsakið mig
eina mínútu. Ég kem undir eins til baka“,
og hljóp út. Hann hljóp alla leiðina heim
og ætlaði að sofa hjá frænda sínum. Hið
eina sem kom í veg fyrir það, var, að
frændi hans kom alls ekki heim.
Rikki var nú orðinn guðhræddur. Hann
var einhvern veginn glataður og hafði ekk-
ert fyrir stafni, úr því að honum var mein-
að spila á píanóið í Allrasálnakirkju. Hon-
um var spurn, hvort hann ætlaði að fai’a
aftur í skólann og rembast þar eins og
rjúpan við staurinn, að reyna að ná hinum
krökkunum og fylgjast með, nú þegar búið
var að afskrá hann fyrir sex vikna skróp,
eða inniloka sig heima með bækur af bóka-
safninu, eða gera hið ómögulega: halda
aftur til kirkjunnar, sitja um annað tæki-
færi til að ráðast inn á Sálirnar og leika
á píanóið, hvað sem þeir sögðu. Ekkert af
þessu þrennu þótti honum girnilegt. Hann
mundi ekki geta eirt við lestur framar og
honum þótti nokkuð seint að fara að snúa
við í skólann — jafnvel mexíkönsku krakk-
arríir myndu standa honum á sporði eftir
sex vikna skróp, að maður nú ekki tali um
þá japönsku, þeir væru lílega tilbúnir að
ganga undir enn eitt fullnaðarprófið. Og
Allrasálnakirkja var orðin eitur í hans
beinum. Það setti að honum óhugnan, þeg-
ar hann kom í námunda við hana. Um
þrennt var að velja, og allt honum þvert
um geð.
Svo að hann hélt þá slóð, sem sízt hratt
frá sér áhuga hans. Hann fór að sveima
kringum veðlánabúðir og kíkti á meðfæri-
leg hljóðfæri, sem stillt var út í gluggana,
hann veiti því til dæmis fyrir sér, hvernig
farið væri að því að leika á klarinett. Og
þegar hann hélt, að hann væri búinn að
botna í því, sneri hans sér að trompetinum
(það voru fimm í einum glugganum), en
það var miklu erfiðara hljóðfæri að leika
á eftir auganu. Trompet hafði átta tóna,
en aðeins þrjá hnappa til að spila á. Hann
gafst upp við hann að lokum, eða, aðminnsta
kosti ákvað hann að bíða þangað til hann
gæti fengið að handleika trompet og þaul-
reyna hann. Honum kom í hug að pantsetja
eitthvað og fá sér trompet, þetta datt hon-
um í hug, en hinu eina sem um var að
ræða — að setja bókasafnsbækur í pant
— varð hann að víkja frá sér sem ófram-
kvæmanlegu.
Frh.
18 $azzLLU