Jazzblaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 8
Gunnar Egilx, scm leikiö
hefur á klarinet i hljóm-
sveit Björns R. Einarsson-
ar allt frá stofnun hennar,
cr nýkominn til landsins,
eftir aö liafa dvaliö í Banda-
rikjunum við nám i klar-
inetleik.
Peanuts Hucko
Ja íejti
Jeyir
(jumar Cgiló
Ég ætla ekki að fara nánar út í að kynna
Gunnar, né ræða um leik hans í hljómsveit
Björns, slíkt mun vart þurfa, því þeir, sem ,
heyrt hafa hljómsveitina leika, hafa varla
komizt hjá því að taka eftir rólynda ná-
unganum, sem lék hverja klarinett sólóna
annarri betri, og gerði það jafn auðveld-
lega og drekka vatn. (Eða eigum við að
segja kaffi, það er nefnilega uppáhalds-
drykkur Gunnars).
Ég leit inn í Breiðfirðingabúð stuttu
eftir að Gunnar kom og ætlaði að sötra
þar þrjú kaffi í rólegheitum. Ég var ekki
fyrr kominn inn í ganginn, en ég heyrði
í Gunnari og var hann með klarinettið á
milli varanna. Hljómsveitin var að æfa og
meðan ég fór úr frakkanum og útvegaði
mér sæti, luku þeir við lagið, sem var hið
ofsafengna „That’s a plenty“. Æfingin var
að hætta og ég plataði Gunnar til að drekka
smásopa með mér, sem reyndar var ekki
erfitt. Yfir kaffi ræddum við um hitt og
þetta, en þó mest um utanför Gunnars.
Hann fór að utan í miðjum ágúst í fyrra
og var samferða píanóleikaranum Einari
Markússyni, sem dvalizt hafði hér í nokkra
mánuði. Förinni var heitið til Los Angeles,
þar sem Gunnar ætlaði að útvega sér góð-
an kennara. Hann ætlaði ekki að fara á
neinn ákveðinn skóla, þar sem óvíst var
hversu lengi hann gæti dvalizt úti. Þeir
félagar flugu til New York og um leið og
flugvélin lenti tóku þeir stefnu á 52. stræti.
Þessa frægu götu, þar sem allir beztu jazz-
leikarar U.S.A. halda sig. Þeir höfðu þó
nauman tíma, því strax moguninn eftir
átti Gunnar að halda til Californíu, svo að
þeim gafst ekki tækifæri til að heyra nema
eina hljómsveit, en það var quintet snill-
ingsins Charlie Parker. Gunnar sagðist
ekki hafa heyrt be-bop mikið leikið áður
en hann fór að utan, en hann féll alveg
í stafi, er hann heyrði Parker leika. Mað-
urinn var bókstaflega allt of tekniskur,
það var ekki hægt að fylgjast með öllum
þessum frumlegu impróviseringum, sem
hann framleiddi á hljóðfæri sitt. (Altó-
8 ^azMaÍii