Jazzblaðið - 01.04.1948, Síða 14

Jazzblaðið - 01.04.1948, Síða 14
Leonard Feather: Upprennandi Jazz-stjörnur ★ CLARK TERRY Þeir segja að hann leiki eins og Dizzy; þeir segja að hann leiki eins og Eldridge; þeir segja að hann leiki eins og Howard McGee, en samt sem áður eru þeir ekki vissir um eins og hver hann leikur. Allir, sem heyrt hafa í Clark Terry segja, að hann sé snill- ingur á trompetinn og eigi eftir að „slá þeim öll- um við“ áður en langt um líður. Hinn rólyndi en samt glaðværi Clark Terry frá St. Louis, sem nú leik- ur fyrsta-trompet í hljóm- sveit George Hudson, ætl- ar sér ekki að leika eins og neinn annar, vill ekki leika eins og neinn annar. „Ég vil leika eins og Clark Terry. Ég vil leika af tilfinningu, en ég vil ekki leika eins og allir aði'ir“. Terry vai'ö fyrst hrifinn af Roy Eldridgc og Charlie Shavers, síðan af Dizzy Gilles- pie. Núna álítur hann Shavers vei-a bezta trompetleikarann, sem völ er á. „Hann get- ur gert hvað sem honum þóknast (á hljóð- færið) og það er það, sem mig langar einnig til að geta. Mig langar að auka teknikinn og fá afbragðs tón“. Tónn Terry og teknik er vissulega góður núna. Miklu betri en hann var áður en hann fór í flotann, þar sem hann lærði mjög mikið af frægum jazzleikurum, sem voru í sömu deild og hann. Svo sem George Matthews, Willie Smith og Gerald Wilson. Að leika í symfoníuhljómsveit, æfa í frí- tímunum og leika svo í jam session á kvöld- in hjálpaði allt mikið, svo að þegar Terry losnaði úr flotanum var hann vel undir- búinn til jazzleiks og eins til að taka við sem sóló-trompet í hljómsveit Hudson. Áður en hann fór í flotann lék hann með óþekktum hljómsveitum. Hann stjórnaði eigin hljómsveit í gagnfræðaskóla, þrátt fyrir andstöðu kennaranna og ekki of mik- íllar uppörfunar fjöl- skyldu sinnar, þar sem hann var sjöundi í röð tíu systkina. Hann byrjaði að leika jazz á herlúður (bugle), erfitt verk, en einn nágrannanna kom honum til hjálpar og gaf honum trompet, sem reyndar var takkalaus og kostaði viðgerðin gall- harða fimm dali. Terry er samt sem áður ekkert of tekju- hár. Þeir Duke Ellington, Lionel Hampton og Cab Calloway hafa allir boðið í hann, en fengið neitun. Terry er ekki einungis góður trompetleikari, heldur er hann og vinur vina sinna. „George Hudson gaf mér fyrsta stóra tækifærið og ég ætla að vera áfram hjá honum. Það eru aðrir hlutir sem eru mér þýðingarmeiri en peningar og einn þeirra þýðingarmestu er að gera þeim gott, sem gert hafa mér gott“. Ef þú ekki hefur tækifæi'i til að hlusta á hljómsyeit Hudson, eða getir ekki náð þér í eitthvað af V-disc plötunum, sem Terry lék á fyrir herinn, verður þú að bíða dálítið lengur með að heyra hann leika. En þegar þú heyr- ir í honum muntu ekki gleyma því, því þú munt heyra í stórkostlegum, nútíma tromp- etleikara, sem leikur af tilfinningu, teknik og öllu framar, leikur ólíkt öllum öðrum. 14 $aiJ,Ud

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.