Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 5
Hljómsveit Aage Lorange. — Aage á píanó, Jónas Dagbjartss. trompet, Ólafur Péturss. tenór-sax, Poul Bernburg trommur, Þorv. Steingrímsson altó-sax og Skapti Sigþórsson altó-sax. stafaði þetta af því að þeir væru neitt betri, eingöngu af því að þeir voru útlend- ingar. Er þetta eitt svartasta tímabil, er Islenzkir hljóðfæraleikarar hafa átt við að búa, og því hollt að rifja það upp einmitt núna þegar vitað er að erlendir hljóðfæra- leikarar hafa mikinn hug á að komast hing- að. Árið 1936 réði Aage sig í Oddfellow (Tjarnarcafe) með fjögurra manna hljóm- sveit. Með honum voru þar Þorvaldur Stein- grímsson á altó-sax og klarinet, Poul Bern- burg trommur og Bjarni Böðvarsson með harmoniku og bassa. Einnig lék Jóhannes Eggertsson með þeim á trombón á laugar- dagskvöldum, fyrsta veturinn. Léku þeir í Oddfellow samfleytt í níu ár og breyttist hljómsveitin ekkert að því undanteknu að Bjarni Böðvarsson hætti 1942 og Ólafur Pétursson kom í hans stað með harmoniku og tenór-saxafón. Þegar Sjálfstæðishúsið byrjaði að starfa 1945, tók Aage að sér dansmúsikina þar, ásamt þeim Þorvaldi og Poul og' stofnuðu þeir sjö manna hljóm- sveit. Ólafur Pétursson hélt áfram með þeim, en við bættust Jónas Dagbjartsson með trompet og fiðlu, Skapti Sigþórsson með saxafón og fiðiu og Einar B. Waage með saxafón og kontrabassa, en hann hætti eftir rúmt ár og hafa þeir leikið þar sex síðan. Aage hefur stjórnað danshljómsveit leng- ur en nokkur annar íslendingur, eða seytj- án ár samfleytt. Hljómsveitir þessar hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá al- menningi, sem ef til vill stafar mikið af því að Aage hefur ætíð lagt áherzlu á að leiká fyrir fólkið, leika músik, sem því féll bezt að dansa eftir, og svo að ógleymdri hinni vingjarnlegu framkomu hans. H. S. Civilization (Bongo, bongo, bongo). Bongo, bongo, bongo, I don’t want to leave the Congo, Oh, no, no, no, no, no. Bingle, bangle, bungie, I ’m so happy in the jungle I refuse to go. Don’t want no bright lights, false teeth, door bells, land lords, I make it cleai'. That, no matter how they coax me, 111 stay right here. They have things like the atom bomb, So I think I ’ll stay where I „om“. Civilization, I’ll stay right here. £ciJ>L,UÍ 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.