Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 4
Hallur Símonarson: ÍSLENZKIR HLJDÐFÆRALEIKARAR Aage R. Lorange Aage Reinhard Lorange er fæddur í Stykkishólmi 29. júní 1907, en fluttist til Reykjavíkur 1916 með móður sinni. Hann fékk fljótt áhuga fyrir tónlist og byrjaði kornungur að læra á píanó og naut kennslu hinna ágætustu kennara, er völ var á þá, þeirra Páls ísólfssonar skólastjóra og Emils Thoroddsen píanóleikara og tónskálds og 1944—46 stundaði hann nám hjá dr. Ur- bandsitch í tónfræði og píanóleik. Hann byrjaði strax á menntaskólaárum sínum að leika dansmúsik opinberlega og þá fyrst á skóladansleikjum. Var það náttúrlega mjög erfitt að leika á dansleikjum nokkur kvöld í viku og þurfa svo að vakna eldsnemma í skólann á morgnanna. Gekk þetta svo langt að rektor mennta- skólans þá, Geir Zoega, hafði í hótunum við hann að annað hvort yrði hann að hætta við skólann eða músikina. En Aage fékk þó samið við hann, þannig að hann mátti aðeins leika á laugardagskvöldum. Seinna fékk þó músikin yfirhöndina yfir skólanum og hætti hann þar námi eftir að hafa tekið gagnfræðapróf, og síðan hefur hann helgað tónlistinni alla krafta sína og eiga Reykvíkingar mjög margar skemmti- legar kvöldstundir Aage Lorange að þakka. Fyrsta hljómsveitin, er Aage starfaði við var hljómsveit Þórarins Guðmundssonar, en hann var samt ekki fastur meðlimur í henni. En 1923 var stofnuð hér hljómsveit, er hét „Jazzband Reykjavíkur" og var Aage einn af aðal hvatamönnum að stofnun henn- ar. f henni voru m. a. Aage á píanó, Eggert heitinn Jóhannesson (faðir Jóhannesar trommuleikara á Borg) með cornet, Björn Jónsson (nú kaupmaður á Vesturgötu) með klarinet og saxafón. Á þessum ár- um var saxafónninn að ryðja sér til rúms hér, og var iðulega tekið fram í auglýs- ingum að leikið væri á saxafón í hljóm- sveitinni. Eftir að Jazzbandið hætti árið 1924 lék Aage víðsvegar til 1928. Hann var t. d. eitt ár h.já Bernburg heitnum fiðlu- leikara (faðir Poul trommara í hljóm- sveit Aage) að Hótel ísland og einn vetur á Hótel Borg. En 1928 byrjaði hann hjá Karli Runólfssyni, sem þá var nýkom- inn upp frá Danmörku, þar sem hann hafði stundað tónlistanám og stofnaði hann sex manna hl.jómsveit eftir heimkomuna. Léku þeir á veturna á Hótel Heklu, en á sumrin léku þeir á e.s. Gullfoss, er var í strand- ferðum kring um land og mun það hafa verið fyrsta íslenzka skipahljómsveitin. 1931 byrjaði Aage með hl.jómsveit í Iðnó og var það fyrsta hljómsveitin er bar nafn hans, en með honum voru þeir Þórir Jónsson á fiðlu og Bjarni Guðjónsson á trommur. Var Aage með hljómsveitina í Iðnó fram til 1936 og smáf.iölgaði meðlimum hennar upp í sex. Á Hótel íslandi lék á þessum árum þýzk hljómsveit og höfðu þeir þannig samning við Iðnó, að þegar þeir höfðu hætt á Hótel ísland kl. 11,30 komu þeir yfir í Iðnó og léku þar dansleikinn á enda, en Islendingunum var „sparkað út". Ekki 4 ^.íUiii

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.