Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 12
Svavar Gests: FRÉTTIR o9 FLEIRA INNLENT. Árni ísleifsson hefur nýlega endurskipu- lagt hljómsveit sína og er skiþun hennar nú, Árni á píanóið (hann útsetur einnig), Þorsteinn Eiríksson trommur, Þorkell Jó- hannesson trompet, Pétur S. Jónsson tenór- sax og Jón Sigurðsson á bassa. Þrír þeir síðustu hafa lítið leikið áður opinbeidega. Kabaretsýning var fyrir nokkru haldin hér í bænum. Þar komu fram m. a. K.K.- sextettinn, Öskubuskur, quintet Einars Markússonar píanóleikara og tvær „jam“- hljómsveitir, sem skipaðar. voru mönnum úr K.K.-sext., Borgarhljómsveit. og hljóm- sveit Björns R. ? — Hvernig er það annars, er ekki ein- hvers staðar í lögum Félags íslenzkra hljóð- færaleikara að útlendingum sé óheimilt að leika hér á landi án leyfis. Það eru alltaf að smá læðast til landsins einn og einn útlendingur. Nýlega er einn, sagður frá Tékkóslóvakíu, farinn að leika að Hótel Þresti í Hafnarfirði, en hann er nú kannski „enn ein undantekningin", því hann er sagð- ur leika á öll möguleg hljóðfæri og sparar þetta náttúrlega hótelinu margra manna hljómsveit. Útvarpið. Fyrir tveim til þrem vikum hlustaði ég á danslögin í útvarpinu (sem sjaldan kemur fyrir). Plötur þær, sem leiknar voru, voru afar lélegar, þó slædd- ust með (án efa óvart) nokkrar fyrirtaks jazz-plötur. Umhálfellefu komu tvær plötur með quintet Charlie Shavers, og voru þær ekki af lakara taginu, enda var þessi hljóm- sveit, sem Chavers kom saman með aðeins til að leika inn á nokkrar plötur sögð gott dæmi um nútíma jazzmúsik. Svo sem hálf- um tíma síðar komu önnur tvö lög með „all-star“-hljómsveit, sem Lionel Hampton stofnaði fyrir 1940 einnig, aðeins til að leika inn á plötur. Þetta voru engu lakari lög en hin tvö, enda var þessi hljómsveit sú bezta sem til var á þessum árum. Þetta fór nú að verða spennandi. Hvað skildi koma næst, King Oliver, Jelly Roll Morton eða Armstrong? Enginn þeirra, heldur var það plata með hljómsveit Duke Ellington leikin ca. tíu árum á undan Hampton plöt- unni. Ég hálf kenndi í brjósti um þá mörgu sem halda því fram að hljómsveit Elling- tons hafi verið betri áður fyrr en hún er núna. Mennirnir voru ekki líkt eins tekn- iskir og þeir eru nú, sólóar allar afar þurrar og rhythminn óþolandi, banjóið ætlaði alveg að gera útaf við mann. Þó Duke hafi misst marga af sínum beztu mönnum frá árunum 1930—40, þá hefur hann ætíð fengið jafngóða ef ekki betri menn í staðinn. Jimmy Hamilton tók við af klarinetleikaranum Bigard og gefur hon- um ckkert eftir. Taft Jordan er að mín’u áliti miklu betri trompetleikari en Cootie 12 ^LUii

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.