Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 6
Ólafur G. Þórhallsson: JAZZ-HUGLEIÐINGAR IMPRDVI5ERAÐUR □□ LJTSETTUR JAZZ Þau ár, sem við íslendingar höfum haft eitthvað af jazzmúsik að segja, eru ekki mörg og á þessum fáu árum hefur lítið sem ekkert verið gert, til að útskýra þessa grein tónlistar fyrir áhugamönnum. Mörg- um finnst það vera galli, bæði á jazzblöð- um, jazzþáttum o. þ. h., hve litlu rúmi og tíma er varið í útskýringar. Þetta er óskö)> eðlilegt að menn vilji, í því skyni að njóta jazzins betur, fá einhverjar skýringar á þeim fyrirbrigðum, er koma fram í honum. En því er svo farið með jazzmúsik, að hana er afar erfitt að útskýra frá eigin brjósti vegna mismunandi skoðana manna á henni, og útskýringar tveggja manna á sama at- riðinu geta hæglega orðið algerlega ósam- hljóða. Hún skýrir sig sjálf, þegar hlustað er á hana, svo framarlega sem eyru þess, sem hlustar, ná henni sér til ánægju. Blaða- greinar geta því aldrei orðið fullnægjandi á þeim vettvangi að gera mönnum, sem áður hafa aldrei komizt til botns í jazz- músik, kleyít að skilja hana. Aftur á móti geta þær hjálpað þeim, sem hafa ánægju af að hlusta á jazz, en eru að öðru leyti alls ófróðir um hann, en í seinni tíð hefur þeim áreiðanlega fjölgað mikið hérlendis. Þar að auki ætti að vera hægt, með út- skýringum á fyrirbrigðum jazztónlistar, að ryðja úr vegi þeim niðurlægingaranda í sambandi við jazz, sem gerir vart við sig hjá mörgum löndum vorum, og skapast eingöngu af fáfræði þeirra á honum. Menn líta stoltir og virðulegir í kring um sig, þegar minnst er á jazz, setja upp spek- ingssvip og segja háðslega: „Það er há- fleygt, eða hitt þó heldur“. Nei, jazzinn er ekkei't háfleygur, en það er einmitt það góða við hann, því að þess vegna er svo auðvelt að skilja hann og hafa ánægju af honum, og með því hefur hann skapað sér beina braut að hjörtum almennings. Hinar stórvaxandi vinsældir hans og hin öra út- breyðsla hafa nú þegar steypt undir hann stöðugan grunn, sem þarf mikið óveður til að hrynja. Eitt höfuðatriðið í jazztónlistinni eru sólóar eða einleikar. Þessu atriði, sem hún í rauninni byggist upp af, er þannig hátt- að, að hverjum manni er gefið tækifæri til að „improvisere", þ. e. leika frá eigin brjósti sínar hugmyndir út frá laginu ó- undirbúið. Menn skldu þó eigi ætla að hann sé algjörlega fi'jáls til að gera hvað, sem honum sýnist, því að svo er ekki. Sam- hljómar og tempo, þ. e. takthraði lagsins, mynda ramma utan um frjálsræði hans, en fyrir mann með vítt hugmyndaflug og gott inúsiknæmi, eins og allir jazzsólóistar ættu að vera, eru þessar skorður ekki þröngar. Melodían (laglínan) sjálf hefur engin á- hrif á improvisationina á laginu, eins og margir halda, og er það enn eitt, sem skilur jazz svo greinilega frá klassiskri músik. Margir hafa þá skoðun, að til þess að taka sóló í jazzmúsik, þurfi ekki annað en nógu 6 M

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.