Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 8
Hinir fjóru Mills bræður eru í rauninni ekki bræður, en þeir eru eng-u að síður jafn nátengdir. Quartettinn saman stendur af Donald 32 ára, Harry 35 ára, Herbert 33 ára og Jobn 65 ára. Já, 65 nrn. Hann er bassinn og er faðir binna þriggja, sem eru bræður. „Árið 1936 lék allt í lyndi fyrir okkur, en þá veiktist Johnny bróðir okkar skyndi- lega“, sagði Harry við mig er ég talaði við hann. „Læknarnir sögðu að það mundi iíða þó nokkur tími unz hann gæti farið að syngja aftur. Við urðum að afturkalla fyrir fram gefin loforð um að syngja næstu tvær vikurnar og æfðum pabba á meðan til að taka sæti Johnny um stundar sakir. Það virðist hálf hlægilegt að við skyldum vera að kenna pabba að syngja á okkar máta, þar sem hann var okkar fyrsti kenn- ari. En allt heppnaðist þetta og hann reynd- ist hinn bezti. Skömmu síðar dó Johnny og hefur pabbi verið með okkur síðan“. Þetta var ekki í fyrst sinn, sem faðir þeirra söng opinberlega. Hann og kona hans Eathel höfðu bæði verið meðlimir óperusöngflokks nokkurs. Sönggáfan virt- ist liggja í ættinni. Elzti bróðirinn var rétt f jórtán ára og sá yngsti á tíunda árinu, er þeir komu fyrst fram. „Ég var ellefu ára þegar við fengum fyrstu föstu vinnuna við útvarpið", sagði Harry". Þar áður var ég í skurðgreftri, þar áður vann ég hjá út- fararstjóra og þar áður bar ég út blöð“. Þegar Mills börnin voru ung — þau voru sjö, fjórir drengir og þrjár telpur — hjálp- uðust þau öll við að afla til heimilisins. „Sjö unglingar borða mikið“, bætti Harry við brosandi. Eathel og John Miller kom- ust að raun um það. Þau urðu að hætta á söngbrautinni meðan börnin komust á 8

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.