Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 16
TROMPETLEIKARINN Framhaldssaga eftir Dorothy Balcer. Framh. Bíllinn var allur á burt áður en þeir vissu af, og þá sagði Jeffi: „Tökum nú til fótanna. Strákarnir halda auðvitað, aö ég' liafi stungið þá af, ég er búinn að vera svo lengi“. og hann tók til fótanna, kom oftast niður á hælana og hafði liátt. Smók var á að gizka tíu metrum á eftir og Rikka veittist létt að hlaupa, hann hefði getað farið fram úr báðum eins og honum leið þá, en fór ekki lengra en samsíða Jeffa og hljóp létt í takt við hann, af þvi að hann vikli frekar vera vinur en keppi- nautur . Þegar þeir komu að Kattaklúbbnum, var búið að slökkva framljósin og staðurinn virtist vera í algeru myrkri. Smók hljóp fyrir horn og aftur fyrir húsið. Jeffi og Rikki fór sömu leið, og Rikki hnaut um annan kassann, sem hann og Smók höfðu setið á allt kvöldið og datt kylliflatur. Þeir fóru inn. Það var stór salur með á að gizka fjörutíu borðum og allrúmu gólfi í miðju. Stólarnir höfðu verið settir u)>p á borðin, og loftið var mettað af ryki. Vegg- irnir voru alþakktir myndum af púkum haldandi á þríkvíslum í helvíti, og voru myndirnar þesslegar, að líklega hafa þær verið teknar að erfðum eftir einhvern grímudansleikinn. Fyrir endanum á saln- um var hljómsveitarsviðið, og þar sátu f.jór- ir negrastrákar, og einn þeirra æpti. „Það er nú ekki seinna vænna!“ þegar hann sá Rikka og Smók og Jeffa koma inn úr dyr- unum. Þeir gengu saman allir þrír upp á sviðið og Jeffi hneppti frá sér frakkanum, dró upp pyttluna, þriggjapela brennivíns- flösku, og setti hana við fæturna á einum, sem hélt á horni. Fjórmenningarnir á sviðinu urðu glaðir við, þegar þeir sáu Smók og geröu sér held- ur en ekki mat úr því. Þeir báru honum eitt og annað á brýn og furðuðu sig á því, að hann léti alls ekki sjá sig þarna upp á síðkastiö. Og Smók glotti bara og eyddi talinu jafnóöum. En á meðan stóð Rikki og lét sem hann væri alveg hlutlaus að þessu máli, einangraður af hörundslit sín- um einum, eins og viti þeirra á meðal. Síðan voru þeir allir kynntir af Jeffa. „Þetta er Rikki, og þetta eru Hassi, Snæ- björn, Varði og Davíð“. Rikki brosti um leið og hann tók í hendur þeim og sagði að sér væri ánægjulegt að kynn- ast þeim. Hann vakti strax athygli þeirra,. það var auðséð. Eg geri ráð fyrir, að það hafi verið sumpart af því, að hann virtist einhverhveginn vera af efnafólki kominn, tandurhreinn og- gekk í vönduðum buxum, og hann var frekar laglegur. Hann hafði augu. Brúnleit, ekki alveg brún. I’ raun- inni var lítt mögulegt að lýsa augnalit Rikka, því að þau höfðu meira af birtu og snerpu en af lit. Þau loguðu eins og aug- un i manni, sem er með sótthita eða hald- inn af ofstæki. Rikki horfði á hvern einstakan, en leit fljótlega á Jeffa Vilhjálms og geymdi sér að skoða hann nánar. Það var engin ástæða til að glápa á hann eins og kvenmaður á kvikmyndaleikara, að minnsta kosti ekki núna, ekki í viðurvist allra. Nógur væri tíminn. Hassi, trompetleikarinn, lyfti flöskunni og spurði eftir hverju væri verið að bíða, og rétti hana að Rikka, sem sagðist vera nýbúinn að fá sér einn lítinn og lét hana ganga til Varða. Enginn sagði orð um það sem búið var að súpa af flöskunni, senni- lega í virðingaiskyni við Rikka. Flaskan 16 JatjUj

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.