Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 10
Leonard Feather: Upprennandi Jazz-stjörnur LESLIE SCOTT. Fjölcli frægra jazzleikara hafa með að- stoð hljómsveita sinna gert marga beztu söngvarana fræga. Peggy Lee og Helen Forrcst eiga Benny Goodman mikið að þakka frama sinn; Duke Ellington kynnti Herb Jeffries; Billy Eck- stine náði frægð með hjálp Earl Hines og hljómsveit- arinnar. í hljómsveit enn annars frægs jazzleikara, Louis Armstrong, er söngvari, sem virðist ætla að verða þeim fremstu skeínuhættur. Hann heitir Leslie Scott og hefur sungið með Armstrong hljómsveitinni síðan hann losnaði úr hernum um 1945. Leslie er það sem kallað er „romantic bariton". Hann syngur af meiri sannfæringarkrafti og meiri tilfinningu, en ekki sömu uppgerðar viðkvæmninni og margir aðrir söngvarar. Hann fæddist í New York 1921 og söng með kirkjukór er hann var tíu ára gamall, síðan söng hann með skólakórum. Árin fyrir stríð voru beint ekki glæsileg. Hann dvaldist aðallega í Boston og kom hann þar í fyrsta sinn fram í útvarpið, sem meðlim- ur söngflokks nokkurs er nefndist „She Loh Kahlí'-kórinn. Síðan komst hann að við hljómsveit Tasker Cross þar í borg, sem f.jórði maður í söng-quartet. Hann segist vart hafa átt í sig eða á, er hann var í New York um 1940 og allt þangað til hann var kvaddur í herinn 1943. í herþjónustunni dvaldi hann í Maryland og kom þar mikið fram á hermannaskemmtunum. Hann fékk sitt stóra tækifæri fyrir nokkr- um mánuðum er Victor plötufyrirtækið gerði samning við hann. Hann var svo heppinn að fá hinn fyrrverandi Charlie Barnet útsetjara, Billy Moore jr. til að út- sctja og stjórna hljómsveitinni, sem annað- ist undirleik fyrstu plötunn- ar og hétu lögin á henni „Stars fell on Alabama" og „Baby, get lost". 1 hlj6»- sveitinni voru Joe Newman (trompet), George Nicholas (sax) og Jimmy Jones (pí- anó) allir úr hljómsveit J. C. Heard, Toots Mondello, Hymie Schertzer og Serge Chaloff léku einnig saxafón 03 auk Jones voru í rhythm- anum þeir Billy Bauer á guitar, Denzil Best á tromm- ur og Chubby Jackson á bassa. Louis Armstrong, sem er afar hreykinn af þessari nýju stjörnu, var jafnvel ennþá hrifnari er það kom í ljós að vinsældir fyrstu plötunnar fóru fram úr björtustu spádómum. Aðeins viku eftir að þessi fyrsta plata var gerð, var hann ráðinn til að gera aðra, einnig með aðstoð Billy Moore. * Fylgist vel með Leslie Scott — hann virðist ætla að verða skæðasti keppinautur Eckstine. Spike Jones hljómsveitin lék fyrir nokkru í veizlu hjá forsetja Bandaríkjanna. Dóttir forsetans, Margrét, söng nokkur lög með hljómsveitinni. En hún hefur undanfarin ár verið að læra óperusöng. 10 ^MJií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.