Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 13
Kvikmyndir. Og fari það svo að bióin fái að flytja inn myndir þá eru þetta amerísku músikmyndirnar, sem þið komið til með að sjá. Melody time, Night song, I surrender dear, Words and music, April showers, The big city, Carmen, The miracle of the bells, Manhattan angle, Road to Rio, The emperor Waltz, Casbah, You were ment for me, Make believe ballroom, og nokkrar fleiri. Jimmy Dorsey hefur nú endurskipulagt hljómsveit sína og hefur hann ráðið til sín þekkta be-bop leikara eins og Conrad Gozzo trompet, Arnold Ross píanó, Joe Mondragon bassa og fleiri og svo einnig þekkta Dixie- land leikara svo sem Brad Gowans tromb- ón, Charlie Teagarden trompet, Ray Bauduc 'trommur og Nappy Lamare guitar o. fl. og blessast þetta allt saman prýðilega og bindur Jimmy miklar vonir við hljómsveit- Trausti Thorberg skrif- ar frá Kaupmannahöfn. Hinum árlegu kosn- ingum sænska músik- blaðsins Estrad, nni beztu jazzleikara Sví- þ.jóðar, er nýlcga lokið. Hljómsveit ársins verður þannig skipuð: John Björling 1. altó-sax, Carl H. Norin 1. tenór, Gösta Theselius 2. tenór, Arne Domnerus 2. altó, Casper Hjukström 5. sax (baritón), Nisse Skoogh 1. trompet, Gösta Törner 2., Arnold Johnsson 3. og Anders Svárd 4., George Vernon 1. trombón, Bob Henders 2., Sven Hedberg 3. og Miff Görl- ing 4. Henry Wallin trommur, Thove Swan- erud píanó, Sten Carlberg guitar, Simon Brehm bassi, Gösta Theselius útsetjari, Alice Babs Sjöblom söngkona. Allan Johnsson vibrafónleikari varð rctt á undan klarinetleikaranum Putte Wickman íflokkn- nm „ýms hljóðfæri". Alice Babs er væntanleg hingað í október og með henni quártet Charles Norman og munu þau leika og syngja víða í Danmörku. — Heyrst hefur að Louis Armstrong muni koma til Skandinavíu og fleiri Evrópu- landa bráðlega. — Danski trommuleikarinn Uffe Baadh og sænski trompetleikarinn Rolf Ericson leika nú báðir með hljóm- sveitum í Bandaríkjunum. — Hinn vinsæli sænski hljóm^veitarst.jóri Thore Ehrling átti nýlega t'u ára hljómsveitarstjóra af- mæli. Píanóleikari hans Stig Holm er sá eini, sem eftir er úr fyrstu hljómsveit hans. — Fremsta danshljómsveit Noregs um þess- ar mundir er án efa tíu manna hljómsveit Kalle Westby. — Kær kveðja. Trausti. INNLENT. Nokkrar breytingar hafa orðið á hljóm- sveitum bæjarins, eins og reyndar oftast á haustin. Gunnar Egilsson klarinetleikari, sem lék hjá Birni R. Einarssyni, er far- inn til Englands til framhaldsnáms. f hans stað kom Gunnar Ormslev með tenór-sax. Ennfremur kom Guðmundur Vilbergsson í hljómsveitina í stað Haraldar með trompet. — Hljómsveitin að Hótel Borg, sem hefur verið nokkuð losaraleg í sumar, er nú að komast í f astar skorður og er skipun hennar nú: Carl Billich píanó, Jóhannes Eggerts- con trommur, Einar B. Waage bassi, Ólafur Gaukur guitar, Sveinn Olafsson tenór-sax, Kristján Kristjánsson altó-sax og klarinet og Höskuldur Þórhallsson trompet. Þessi hljómsveit leikur fyrir dansi þrjá daga í viku. Fjórða daginn leikur hljómsveit B.jörns R. og hina þrjá er leikin klassisk tónlist. — F.f.H. dansleikir hafa nokkrir verið undanfarið og ætíð verið húsfylli. — í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar leika þeir Eyþór Þorláksson á guitar, Hallur Símonarson á bassa, Guðm. Steingrimsson á trommur, Magnús Pétursson á píanó og Bragi Einarsson á saxafón og klarinet. — Nokkrar hljómsveitanna hafa leikið inn á plötur hjá Ríkisútvarpinu og verða þær leiknar í danslögunum í vetur. Á fyrsta vetrardag (23. okt.) voru leiknar í útvarp- ið plötur með hljómsveit I.O.G.T.-hússins. Hana skipa: Jóhann G. Halldórsson stjórn- andinn er með harmóniku, Ólafur Markús- son fiðlu, Guðni Guðnason harmóniku, Guð- jón Pálsson píanó og Svavar Gests trommur og xylafón. Hallur Símonarsson lék með á plötunum á bassa. S. G. ^azzbtadio AO

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.