Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 12
Svavar Gests: FRETTIR °9 FLEIRA ERLENT. Mary Lou Williams réðst í Goodman sext- etinn þegar Teddy Wilson hætti. Til mála getur komið að klarinetleikari sextetsins, Stan Hasselgard og tenór-saxleikarinn Wardell Gray stofni eigin hljómsveitir. Bassaleikarar. Johnny Miller er nýlega hættur í King Cole tríóinu og tók óþekktur bassaleikari að nafni Joe Comfort sæti hans. — Chubby Jackson er nú aftur byrjaður. að leika með hljómsveit Woody Herman. — Vissirðu, að Ed Safranski, bassaleikar- inn hjá Stan Kenton, er fæddur í Póllandi, og að hann lék mörg ár á fiðlu í Pittsburg symfóníuhljómsveitinni. Gale Frega er hætt- ur að leika í Joe Mooney quartettinum. Kai Winding trombónleikarinn, sem áður lék með Kenton og söngvarinn Buddy Stew- art, er með mjög góða sex manna hljóm- sveit. Með þeim er mjög efnilegur tenór- saxafónleikari að nafni Gene Ammons, en hann er sonur hins þekkta boogie píanó- leikara Alberts Ammons. Gene Williams, sem nýlega er hættur að syngja með hljómsveit Claude Thornhill, hefur stofnað eigin hljómsveit. Fran Warr- en söngkona Thornhill hljómsveitarinnar er nýlega farinn að syngja sjálfstætt. Johnny Bothwell altó-sax leikarL hefur 9 ÍA AazzbtaðiQ nýlega tekið við stjórn unglingahljómsveit- ar þeirrar er bar sigur úr býtum fyrir rúmu ári síðan í kosningum tímaritsins Look, um titilinn bezta unglingahljómsveit Bandaríkjanna. Meðalaldur meðlimanna er 19 ára. Kenny Hagood, sem stundum er nefndur I'ancho, er nú farinn að syngja sjálfstætt. Ilann söng áður með hljómsveit Dizzy Gill- espie og er hann talinn í röð fremstu söngv- ara Bandaríkjanna. Plötur. (Framhald úr síðasta blaði). Nokkrar nýútkomnar fyrsta flokks jazz- plötur. Charlie Venlura: East of Suez. I'cuj/y Lee: Don't smoke in bed. Chubby Jackson: L'Ane. J. J. Johnson: Mad Be- Bop. Charlie og Leo Parker: Leaping Leo. Dizzy Gillespie: Ool-ya-koo. Woody Her- man: Keen and peachy. Julia Lee: Lotus blossom. New sounds in modern music: Al- búm með fjórum plötum leiknum af þekkt- ustu Be-Bop leikurum U.S.A. (Meira í næsta blaði). Red Norvo vibrafónleikari gifti sig í ann- að sinn fyrir 2—3 árum eftir að hann hafði skilið við fyrri konuna (auðvitað), en hún er söngkonan Mildred Bailey. Nýlega eign- aðist sú seinni dóttur og strax og Lionel Hampton frétti það ákvað hann að senda þeirri nýfæddu lítinn vibrafón í vöggugjöf..

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.